Fréttablaðið - 30.10.2010, Side 76

Fréttablaðið - 30.10.2010, Side 76
44 30. október 2010 LAUGARDAGUR 1. Hvaða tónlist hlustaðir þú á þegar þú varst lítill? Halli: Ég er ennþá lítill og hlusta á alls konar tónlist núna. En ef átt er við þegar ég var barn þá hreinlega man ég það ekki. Heiðar: Hlustaði mikið á Dýrin í Hálsaskógi á vínyl; Pétur og úlfurinn var líka oft á plötuspil- aranum. Einnig voru þeir Halli og Laddi í miklu uppáhaldi. 2. Hvaða tónlistarmann heldurðu mest upp á? Halli: Heiðar í Botnleðju. Heiðar: Úff, það er erfitt að nefna einhvern einn – mmmmm, Magnús Eiríksson er alveg frá- bær lagahöfundur. 3. Hvaða tónlist finnst þér skemmtilegast að spila? Halli: Pollapönk. Heiðar: Skemmtilegast finnst mér að spila hressandi, kraft- mikla og hraða tónlist –.. PÖNK. 4. Hefur þú þurft að láta vælu- bílinn sækja þig? Halli: Nei. En hann er á hraðvali í símanum hjá fullt af fólki sem ég þekki. Heiðar: Ekki svo ég muni eftir – ég get verið svolítið gleyminn. 5. Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? Halli: Stærri. Ég var mjög smá- vaxinn. Heiðar: Langaði að verða tón- listarmaður eða atvinnumaður í knattspyrnu. Það fyrra rættist og ég er tónlistarmaður í dag, þannig að núna þarf ég að fara að reima á mig takkaskóna. 6. Varstu einhvern tímann alvöru pönkari? Halli: Nei, og ég var alveg skít- hræddur við pönkara. Heiðar: Nei, ekki svona „alvöru“ pönkari. Maður var nú bara skíthræddur við þá. Ég er ekk- ert hræddur við þá í dag enda margir þeirra orðnir pönkafar. fridrikab@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is LEIKJANET.IS er síða með fullt af ókeypis tölvuleikjum. Þar eru bæði auðveldir leikir fyrir unga krakka en líka aðeins flóknari bílaleikir, íþróttaleikir og geimleikir. VORU FERLEGA HRÆDDIR VIÐ ALLA PÖNKARANA Pollapönk er hljómsveit leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haraldar Freys Gíslasonar, sem er alltaf kallaður Halli, úr Botnleðju. Platan þeirra Meira pollapönk er vinsæl hjá krökkum, sérstaklega lögin Vælubíllinn og Pönkafinn. Hlustaði mikið á Dýrin í Hálsa- skógi á vínyl; Pétur og úlfurinn var líka oft á plötuspilaranum. Pollapönkið heldur áfram og sunnudaginn 14. nóvember verða þeir Halli og Heiðar með tónleika í Salnum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Önd kemur inn á bar og spyr barþjóninn: „Áttu brauð?“ Barþjónn: „Nei.“ Önd: „Áttu brauð?“ Barþjónn: „Nei.“ Önd: „Áttu brauð?“ Barþjónn: „Nei við erum ekki með neitt brauð.“ Önd: „Áttu brauð?“ Barþjónn: „Nei, við erum ekki með neitt árans brauð hér!“ Önd: „Áttu brauð?“ Barþjónn: „NEI! Ertu heyrnar- laus eða hvað!? Við erum ekki með neitt bévít*** brauð hér! Ef þú spyrð mig einu sinni enn þá negli ég gogginn á þér fastan við barborðið!!“ Önd: „Áttu nagla?“ Barþjónn: „Nei.“ Önd: „Áttu brauð?“ Sendandi: Kolbrún Þorvarðardóttir Aldur: 11 ára síðan í apríl. Skóli: Háteigsskóli. Stjörnumerki: Hrútur. Áhugamál? Handbolti, vinir, sund. Eftirlætissjónvarpsþáttur? Desperate Housewives og The Simpsons. Uppáhaldsmatur? Kjötsúpa. Eftirlætisdrykkur? Heimatilbúið sódavatn. Skemmtilegustu námsgreinarn- ar? Stærðfræði, smíði og textíll. Áttu gæludýr? Nei, en ég átti einu sinni páfagauk sem hét Pétur. Eftirlætisdagurinn í vikunni? Fimmtudagur því þá er ég á frístundanámskeiði sem er mjög skemmtilegt. Eftirlætistónlist? Miley Cyrus og Taylor Swift. Uppáhalds litur? Fjólublár. Skemmtilegasta bók sem þú hefur lesið? Galdra- steinninn eftir Hörpu Dís Hákonardóttur. Hvað gerðirðu í sumar fríinu? Ég fór í sumarbúðir í Vindás- hlíð, smíðanám- skeið og var mikið í sumarbústað. Við erum 15 ára, því bjóðum öllum börnum 15 ára og yngri 30% afslátt til 7. nóvember KOMDU OG SJÁÐU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.