Fréttablaðið - 30.10.2010, Side 85

Fréttablaðið - 30.10.2010, Side 85
LAUGARDAGUR 30. október 2010 53 Hjaltalín heldur tónleika í Menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 5. nóvember ásamt stórri kammersveit undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Samtals verða hátt í fjörutíu manns á sviðinu, þar á meðal nokkrir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Dag- skrá tónleikanna verður svipuð og á þremur uppseldum tónleik- um Hjaltalín og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar síðasta sumar. Tónleikarnir marka jafnframt upphaf útgáfugleði Hjaltalín, því í nóvember kemur út vegleg mynd- og geisladiskaútgáfa með upptökum frá fyrrnefndum tón- leikum Hjaltalín og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Hjaltalín og kammersveit HJALTALÍN Hljómsveitin spilar með stórri kammersveit í Hofi 5. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Söngkonan Celine Dion, sem eignaðist tvíburadrengi fyrir viku, og eiginmaður hennar Rene Angelil hafa ákveðið að skíra þá Eddy og Nelson eftir upptöku- stjóranum Eddy Marnay og fyrr- verandi forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem þau hittu fyrir tveimur árum. „Eddy hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi Celine og Rene,“ sagði fulltrúi Dion. „Rene sagði að á þeim fáu mínútum sem þau hefðu átt með Nelson Mandela hefðu þau heillast mjög af þeim manni sem hann hefði að geyma.“ Dion og Angelil eiga fyrir níu ára son sem heitir Rene-Charles. Skírði eftir Mandela CELINE DION Söngkonan skírði annan tvíburadrenginn sinn í höfuðið á Nelson Mandela. „Á löngum rithöfundarferli hef ég öðlast þykkan skráp. Þar fyrir utan hef ég auðvitað breitt og sterkt bak. En mér er nóg boðið þegar klíka rithöfunda segir að vinir, les- endur og stuðningsmenn mínir séu með mis mikið á milli eyrnanna. Að þeir séu heimskir,“ segir Egill „Gillzenegger“ Ein- arsson rithöfundur. Undanfarna daga hafa birst fréttir af óánægju með aðkomu Egils að gerð Símaskrárinnar. Nýjustu vend- ingar í málinu eru þær að Kristín Helga Gunnars dóttir rithöfundur hefur sent bréf á félaga í rithöfunda stétt þar sem hún hvet- ur til þess að þeir láti til sín taka í málinu. „Undirskrifta söfnun varðandi Egil Ein- arsson virðist eitthvað að hægja á sér, og margt fólk með lítið á milli eyrnanna er að mæla gegn mótmælunum, það þarf að sækja þetta mál á fleiri vígstöðvum,“ segir í bréfi Kristínar Helgu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur Hallgrímur Helgason þegar brugðist við ákallinu. Áður höfðu Guð- rún Eva Mínervu dóttir og Gerður Kristný skrifað undir mótmæli á Facebook gegn aðkomu Egils að Símaskránni. Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá bíður Egill þess nú að umsókn hans um inngöngu í Rithöfundasambandið verði tekin fyrir. Ekki verður hjá því komist að tengja þetta tvennt saman; þessi barátta rithöfundanna gegn Agli hlýtur að setja inntökunefndina í undarlega stöðu. Ekki síst þar sem Kristín Helga er stjórnarmaður þar á bæ. „Rithöf- undar eru greinilega ekki æstir í að fá mig þarna inn. Þetta fólk er sem betur fer ekki í inntökunefndinni. En þetta mál er allt hið undarlegasta því það lítur út fyrir að það megi bara sumir skrifa á Íslandi en aðrir ekki og það er ískyggilegt að búa í þannig landi,“ segir Egill, sem furðar sig á þessum æfingum með tjáningarfrelsið. Aðspurður segist Egill ekki vita hvað búi að baki þessari óánægju með aðkomu hans að Símaskránni. „Eina skýringin sem ég finn er að þeir hafi ekki sjálfir fengið þennan samning, þetta eftirsótta verk- efni að gera Símaskrána. Ég hef greini- lega verið að taka brauðmola frá svöngu fólki.“ - hdm RITHÖFUNDAR DEILA Egill Einarsson er skot- spónn félaga úr rithöfundastétt sem vilja ekki að hann fái að taka þátt í gerð Símaskrárinnar. Krist- ín Helga Gunnarsdóttir og Hallgrímur Helgason hafa sent kvörtunarbréf til Já.is vegna málsins. Ég hef greinilega tekið brauðmola frá svöngu fólki Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI FRÁ 29. OKT. TIL 21. NÓV. GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.