Morgunn - 01.12.1922, Síða 5
MORQUNN
99
Bkyldmennum hennar og vinum verið bannað að koma
inn til hennar, af því að hún varð örmagna, ef hún tal-
aði við þá; oft mátti hún ekki tala við hjúkrunarkonuna
sína lengur en hálfa stund á dag. Sá læknirinn, sem
lengBt stundaði hana, hefir gefið út skýrslu um sjúkdóm
hennar. Hann lætur þess þar getið, að aldrei hafi séat
minstu merki hjá henni til hyateriu eða nokkurar geð-
bilunar. Annara er ekki auðvelt að aegja, hvað að henni
gekk. Sumir læknar sögðu hreinakilnislega, að þeir visau
það ekki; aðrir voru að reyna við hana, en sú viðleitni
hafði ekki annað í för með sér en að henni versnaði;
enn voru aðrir, sem hún virðist halda að hafi farið eitt-
hvað nærri um það, hvers eðlis sjúkdómurinn mundi
vera, en þeir gátu alls ekkert bætt henni. Einu sinni
gat hún eitthvað stigið á fæturna fáeina mánuði, en það
var snemma á sjúkdómstimabilinu áður en henni versn-
aði að fullu.
Síðustu Bex árin gat hún ekki setið uppi í rúminu
tvær mínútur, án þess, að hún ætti við eftirköatin að
búa 6—8 mánuði. Henni fanst hún ganga þá öll af
göflunum innvortis, lifæðin tók að slá óhemjulega títt og
við minstu tilefni varð hjartaslátturinn afarmikill mánuð-
um saman. Af þessu varð hún ákafiega máttfarin. Oft
varð hitinn að vera yfir 20 stig á C., með lilerum fyrir
gluggum og tjöldum fyrir dyrum, því að hvað lítið kalt
loft, sem inn kom, jók það æðasláttinn með afbrigðum.
Hún hafði leitað til meira en heillar tylftar af lækn-
um, bæði sérfræðingum og almennum læknum, og sumir
þeirra höfðu rannsaltað óstand hennar lengi og vandlega.
Ógrynnin öll höfðu verið reynd af meðulum; hún hafði
verið nudduð timunum saman af ýmsum nuddlæknum;
hún hafði haft fjöldann allan af ágætum hjúkrunarkon-
um; rafmagn hafði hún reynt og hvíldarlækningar; og
að lokum hafði verið fenginn mjög fær dávaldur, sem var
læknir, og hann hafði fengist við hana. En alt varð
það árangurslaust; hann komst að þeirri niðurstöðu, að
*7