Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 6
100
MORGUNN
sjúkdómurinn væri of líkamlega eðlis til þess að láta
undan dáleiðalu-lækningum. Vinir hennar voru vonlausir
um, að hún mundi nokkuru einni stiga á fæturna framar,
og þökkuðu fyrir, ef þeim var ekki bannað að líta inn
til hennar.
Svona var ástatt i febrúar 1915.
Þá sá hún blaðagrein eina, og sú grein gjörbreytti
lífl hennar. Árið 1913 hafði hún kynst konu, sem hún
nefnir frú B., hákristinni konu, sem heyrði til trúarfje-
lagsskap Kvekara, og kær vinátta hafði orðið með þeim.
Frú B. var sannfærð um, að hún hefði fengið skeyti frá
framliðnum mönnum, og hún lánaði sjúku konunni eitt-
hvað af bókum um sálarrannsóknir, og um þetta leyti
hafði hún lesið töluvert af ágætum ritum um þau efni.
Einu sinni lánaði hún henni blað af »Light«, og þar var
frásögn um lækningu, sem kona ein kvaðst hafa fengið
frá öðrum heimi. Hún hafði haft meinsemd í nýrunum,
og skýrði mjög greinilega frá. Hún bauðst til að gefa
hverjum, sem eftir þessu vildi grensia9t, frekari skýringu.
Sjúklingurinn notaði sér þetta, skrifaði konunni, sem
fengið hafði lækninguna, og lagði fyrir hana margar
spurningar um sjúkdóm hennar og lækninga-aðferð hins
ósýnilega læknis. Og hún fékk aftur nákvæm svör frá
konunni. Hún kallar hana frú Fair, en það er ekki
rótta nafnið. Meðal annars, sem frú Fair sagði henni,
var það, að sá framliðni læknir, sem hún hefði komist í
kynni við, hefði heitið Dr. Beale, meðan hann var á
jörðunni, en honum hefði ekki tekist að sanna sig. Hann
hefði sofið lengi, eftir að hann hefði komið inn í annan
heim, og þegar hann hefði vaknað, hefði hann haft mikla
löngun til þess að halda áfram starfi sínu á jörðunni.
Fyrst og fremst þurfti hann miðil, sem sambandslið milli
heimanna, svo að lækningamáttur hins ósýnilega heims
gæti notið sin á jörðunni. Og skömmu eftir að hann
hefði vaknað, hefði hann hitt unga jarðneska stúlku, ung-
frú Rósu, sem hefði óvenjulega mikla miðilshæflleika.