Morgunn - 01.12.1922, Síða 9
M0E6DNN
108
lækningar, og, ef þess væri nokkur kostur, ætti hún að
hafa einhvern Bkilning á sálrænum efnum — en að minsta
kosti yrði hún að vera fús á að starfa undir hans stjórn
og leggja til hliðar allar almennar svokallaðar vísinda-
legar kenningar um nuddlækningar. Hann sagði, að i
valinu á þessum nuddlækni væri mest undir því komið,
að »magnetiska« útstreymið samþýddist útRtreyminu frá
sjúklingnum; annars gæti orðið meira tjón en gagn að
nuddinu. Líka sagði hann, að ef nuddlæknirinn fengist
til að láta eitthvað af hendi, sem hún hefði borið á sjer
að staðaldri, og ef hægt væri að senda sjer þennan hlut,
þá mundi hann geta skorið úr þvi, hvort útstreymið frá
nuddlækninum samþýddist útstreyminu frá sjúklingnum.
Áður en Dr. Beale fór, sagði hann frú B., að hún
hefði skilið eftir veika dóttur sína heima, og ráðlagði
henni, hver meðöl hún skyldi reyna. Þetta var rjett um
dótturina, en hvorki frú Fair né Rósa höfðu neina hug-
mynd um hana.
Frú B. skrifaði samtímia það sem á fundinum gerð-
ist. Þegar sjúklingurinn fékk þau skrif, furðaði hana
ekki lítið á því, að Dr. Beale hafði ekki að eins lýst sjúk-
dómnum nákvæmlega rjett, heldur líka sagt sögu sjúk-
dómsina svo, að hvergi akeikaði. Hann hafði sjerstaklega
talað rækilegaumnokkuratriði,sem læknana hafði mest furð-
að á, og jafnframt hafði hann staðfest þá skoðun læknanna,
að engin skemd væri í líffærum sjúklingsins.
Ekki reyndist auðhlaupið að þvi fyrir sjúklinginn að
fá nuddlækninn, sem Dr. Beale hafði talað um. Einni
konu, sem bauðst, hafnaði hann. Hann fékk lokk úr hári
hennar og sendi aftur þau skilaboð, að hún væri góð og
vandvirk hjúkrunarkona, en magnetiska útstreymið frá
henni væri sjúklingnum óhentugt.
Að lokum fékk húu bréf frá frú Fair, og þar var
meðal annars tekið fram, að hún hefði séð í huganum eða
með sálrænum skynfærum unga konu dökkhærða, rjóða í
kinnum og fremur kringluleita. Hún hélt, að þetta væri