Morgunn - 01.12.1922, Page 10
104
MORflUÍJN
hjúkrunarkonan, sem sjúklinginum væri ætluð og ráðlagði
henni að taka hverri hjúkrunarkonu, sem þessi lýsing
ætti við, ef hún kynni að bjóðast.
Sjúklingurinn hafði ekki mikla von um, að nein hjúkr-
unarkona mundi bjóðast, því að hún hafði ekki auglýst
eftir henni. En hún var farin að halda, að æðri verur
en hún sjálf væru farnar að skifta sér af högum hennar.
Svo að hún beið róleg. Og það fór líka svo, að daginn
eftir að hún hafði fengið þetta brjef fann frú Fair unga
stúlku, sem hafði lært nuddlækningar, og lýsingin i bréf-
inu átti alveg við hana. Frú Fair sendi eftir henni og
fór fram á það við hana að hún tæki að sér þetta verk
fyrir Dr. Beale. Hún var leikin í nuddlækningum og hafði
mikla sálræna hæfileika, því að bæði sá hún framliðna
menn og heyrði til þeirra. Um mörg ár höfðu framliðnir
læknar getað starfað með henni, bæði notað á henni hend-
urnar og gefið henni fyrirskipanir. Hún tók þessari mála-
leitun ólíklega, því að hún var bundin við hjúkrunar-
störf hjá fjölskyldu, sem henni kom ekki til hugar að
yfirgefa. En Dr. Beale fullyrti, að sú fjölskylda mundi
ekki þurfa á henni að halda nema fáeinar vikur enn.
Hann athugaði hluti frá henni og hélt þvi fram, að út-
strevmið væri hentugt. Hún lofaði engu, og virðist hafa
verið þessu heldur fráhverf. Þrátt fyrir það var eins og
Dr. Beale væri ekki í neinum vafa um það, að hún mundi
taka þetta að sér. Sá varð líka endirinn á málinu. Þessi
kona er nefnd ungfrú Forest i bókinni.
Þ. 16. apríl áttu þær að koma báðar til sjúklingsins,
Rósa og ungfrú Forest. Rósa átti þá að vera hjá henni
fáeina daga, raeðal annars til þess að Dr. Beale gæti rann-
sakað sjúklinginn vandlega, og ungfrú Forest ætlaði hann
að gefa fyrirskipanir um það, hvernig hún ætti að haga
nuddlækningunum. Sjúklingurinn beið dagsins með mikl-
um áhuga.
Sjúkiingurinn hafði aldrei á neinum sambandsfundi
verið, aldrei átt tal við neina vitsmunaveru, sem tjáði