Morgunn - 01.12.1922, Page 11
MORG UNN
105
sig vera frá öðrura heimi. Hana langaði til þess að ein-
hver henni kunnugur væri viðstaddur, þegar Dr. Beale
kæmi. Nú vildi svo til að bróðir hennar var kominn til
hennar þennan dag. Hún bað hann að gera það fyrir sig
að vera inni í herberginu hjá sjer, meðan þetta væri að
gerast. Hann aftók það með öllu, kvaðst ekki getað hald-
ið uppi samræðu við veru, sera hann tryði ekki að væri
til. Til þess eins var hann fáanlegur að hafast við, með-
an á fundinura stæði, í herbergi, sem var beint upp af
herbergi systur hans. Þar ætlaði hann að hlusta á radd-
breytinguna og ganga úr skugga um, hvort nokkur karl-
maður væri að tala i herbergi sjúklingsins. Samt var hon-
um ant um, að einhver annar væri viðstaddur í hans
stað, svo að bún fékk vinkonu sina frú B. til þess að
koma til sín. Systir sjúklingsins var í húsinu, en hún lá
þá rúmföst i inflúenzu og gat ekki verið viðstödd.
Fundurinn dróst þangað til daginn eftir, því að Dr. Beale
þótti Rósa vera of þreytt eftir ferðina.
Fyrsti fundurinn hófst svo skömmu eftir kl. 10 ár-
degis þ. 17. apríl. Viðstaddar voru sjúka konan, frú B.,
ungfrú Forest, og Rósa. Þetta var fyrsta skiftið, sem sjúk-
lingurinn sá Rósu. Hún var lítil og veikluleg, raeð mikið
móleitt hár og ljúfmannleg og hægiát í framkorau. Þær
röbbuðu saman fáeinar mínútur og Rósa sagði henni að
hún vissi ekkert, hvað gerðist, raeðan hún væri utan við
líkamann. Svo lét hún aftur augun, og eftir fáeinar mín-
útur var Dr. Beale kominn. Hann stóð upp af stólnum
mjög fjörlega, heilsaði sjúklingnum með föstu, karimann-
legu handabandi og sagði með sterkri raust, sera var al-
ólík rödd Rósu: »Mór þykir vænt ura að vera kominn og
hitta yður með þessum hætti; eg hefl oft verið hjer í
anda«. Hann var svo hávær að þær urðu að biðja hann
að minnast þess, að fólk væri i húsinu, sem ekkert vissi
um komu hans. Hann bað mikillega afsökunar og sagði:
»Þegar eg kem i gegnum miðil, er eg i svo mikilli geðs-
hræringu í byrjuninni, að eg gleymi alveg röddinni; erx