Morgunn


Morgunn - 01.12.1922, Page 13

Morgunn - 01.12.1922, Page 13
MORGUNN 107 Þá kvaðst hann ætla að líta inn til systur sjúklingsins, sem þá lá veik, eins og eg hefi áður sagt. En áður en hann fór, lét hann þess getið, að hann ætlaði ekki að lofa neinu ákveðnu um það, hvað batans yrði langt að bíða, en það sagðist hann finna, að hann mundi lækna hana, og það gæti verið, að hún yrði eitthvað farin að hreyfa sig eftir tvo mánuði. Þá lagði hann af stað með líkama Rósu til systur- innar. Eg ætla ekki að lengja mál mitt með því að segja frá afskiftum Dr. Beale af henni né öðrum sjúklingum, sem minst er á í bókinni. Rósa vaknaði hjá systurinni, og varð ekki lítið forviða, þegar hún varð þess vör, að hún var komin á alókunnan stað, án þess að hafa neina hugmynd um, hvernig hún hefði komist það. Rósa fór tafarlaust til sjúklingsins síns, þegar hún var vöknuð. Sjúklingurinn spurði hana, hvort hún myndi, hvar hún hefði verið, þegar hún hefði farið úr líkaman- um. Hún sagðist ekki æfinlega muna það, en venjulegast myndi hún það að einhverju leyti. Stundum væri farið með hana inn á önnur svið tilverunnar, en oft ferðaðist hún til ýmissa staða á jörðunni; sórstaklega sagði hún, að sér þætti gaman að fara til Ameríku og hitta móður sina þar, og að öllum jafnaði gæti hún látið hana verða vara við sig, því að hún væri lfka gædd sálrænum hæfi- leikum. Læknirinn kom aftur um kvöldið gegnum Rósu, fór höndum um sjúklinginn, í því skyni að ná aftur út eitr- inu, lofaði að verða lengur hjá henni næsta morgun og sagðist þá ætla að rannsaka á henni bakið, sem hann hafði enn ekki gert. Nýlega var sjúklingurinn farinn að finna til mikilla þrauta í bakinu, en jarðneski læknirinn, sem stundaði hana, hafði gefið því lítinn gaum Og ekkert hafði verið á það minst við Dr. Beale eða Rósu. Þegar hann kom morguninn eftir, lagði hann tafarlaust fingurna á þá staði, þar sem hún hafði kent þrautanna, og sagði, að vandlega þyrfti að gæta mænunnar. Hann sagði ung-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.