Morgunn - 01.12.1922, Síða 13
MORGUNN
107
Þá kvaðst hann ætla að líta inn til systur sjúklingsins,
sem þá lá veik, eins og eg hefi áður sagt. En áður en
hann fór, lét hann þess getið, að hann ætlaði ekki að
lofa neinu ákveðnu um það, hvað batans yrði langt að
bíða, en það sagðist hann finna, að hann mundi lækna
hana, og það gæti verið, að hún yrði eitthvað farin að
hreyfa sig eftir tvo mánuði.
Þá lagði hann af stað með líkama Rósu til systur-
innar. Eg ætla ekki að lengja mál mitt með því að segja
frá afskiftum Dr. Beale af henni né öðrum sjúklingum,
sem minst er á í bókinni. Rósa vaknaði hjá systurinni,
og varð ekki lítið forviða, þegar hún varð þess vör, að
hún var komin á alókunnan stað, án þess að hafa neina
hugmynd um, hvernig hún hefði komist það.
Rósa fór tafarlaust til sjúklingsins síns, þegar hún
var vöknuð. Sjúklingurinn spurði hana, hvort hún myndi,
hvar hún hefði verið, þegar hún hefði farið úr líkaman-
um. Hún sagðist ekki æfinlega muna það, en venjulegast
myndi hún það að einhverju leyti. Stundum væri farið
með hana inn á önnur svið tilverunnar, en oft ferðaðist
hún til ýmissa staða á jörðunni; sórstaklega sagði hún,
að sér þætti gaman að fara til Ameríku og hitta móður
sina þar, og að öllum jafnaði gæti hún látið hana verða
vara við sig, því að hún væri lfka gædd sálrænum hæfi-
leikum.
Læknirinn kom aftur um kvöldið gegnum Rósu, fór
höndum um sjúklinginn, í því skyni að ná aftur út eitr-
inu, lofaði að verða lengur hjá henni næsta morgun og
sagðist þá ætla að rannsaka á henni bakið, sem hann
hafði enn ekki gert. Nýlega var sjúklingurinn farinn að
finna til mikilla þrauta í bakinu, en jarðneski læknirinn,
sem stundaði hana, hafði gefið því lítinn gaum Og ekkert
hafði verið á það minst við Dr. Beale eða Rósu. Þegar
hann kom morguninn eftir, lagði hann tafarlaust fingurna
á þá staði, þar sem hún hafði kent þrautanna, og sagði,
að vandlega þyrfti að gæta mænunnar. Hann sagði ung-