Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 14
108
MORGUNN
frú Forest fyrir um meðferðina, og lagði sérstaka áherzlu
á það, að hún drægi út eitrið, og að hún þvægi Bér vel
um hendurnar. Um kvöldið kom læknirinn aftur gegnum
Rósu, en lét ungfrú Foreat nudda ajúklinginn, reyndi þeg-
jandi að koma inn í hug hennar, hvernig hún ætti að
gera það. Hann hafði látið hana fá aér fallegan bláan
slopp til vinnunnar, þvi að hann aagði8t vita, að það
væri eftirlætialitur sjúklingaina — sera var alveg rétt —
og líka væri sá litur sjúklinginum hollur.
Hann lét uppi mikla ánægju út af því, hvernig ung-
frú Forest tækist að nudda sjúklinginn, og aagði, að út-
streymið frá henni Bamþýddist útstreyminu frá ajúkling-
inum dásamlega vel. Sjúklingurinn spurði hann, hvort
hann kynni nokkuð illa við það að starfa með kvenlík-
ama Hann neitaði þvi, en karlmannsslopp aagðist hann
vilja hafa; kvenalopp gæti hann ekki unað við. Hann
sagði líka, að hann vildi óska, að hann hefði að minsta
kosti fjóra miðils-líkami, sem hann gæti notað við starf
sitt; hann skyldi láta þá alla hafa nóg að gera, þó að
hann gæti auðvitað ekki notað þá alla í einu.
Næsta morgun kom nýtt undrunarel'ni. Þá var talað
með kvenrödd fram af vörum Rósu, þegar hún var kom-
in i sambandsástand. Gesturinn kvaðst vera hjúkrunar-
kona úr öðrum heimi og heita Madeline. Iíún hagaði sór
alt öðruvisi en lœknirinn og lika öðruvísi en Rósa —
sýndi þess greinileg merki, að liún var sefð hjúkruuar-
kona.
Hún sagði, að þegar Dr. Beale hefði fyrst farið þess
á leit við sig að hún hjálpaði honum við starf hans á
jörðunni, þá hefði sér þótt það mjög kynleg tilmæli; nú
væri sér það orðin mikil unun. Hún kvaðst ekki fyrir
nokkurn mun vilja hverfa til jarðarinnar aftur að fullu;
en það væri verulega gaman að koma þangað um stund-
arBakir, einkum ef hún gæti gert eitthvert gagn þeim
sem enn ættu þar heima.
Hún sagði sjúklinginum, að hún hefði komið til henn-