Morgunn - 01.12.1922, Side 15
MORGUNN
109
ar snemma um morguninn, og þá hefði staðið við rúmið
hennar framliðin kona, sem oft væri hjá henni og léti sér
mjög ant um þessa lækningatilraun. Hún lýsti framliðnu
konunni nákvæmlega, og hélt, að þetta væri móðursystir
sjúklingsins, og að henni hefði þótt mjög vænt um hana.
Alt stóð þetta heima og framliðna hjúkrunarkonan skýrði
afar nákvæmlega og rétt frá atvikum úr banalegu móð-
ursysturinnar og frá andláti hennar. Hvorki ungfrú Forest
né Rósa vissu neitt um þessa móðursystur og hún hafði
látist fyrir 25 árum.
Dr. Beale kom tvisvar sinnum gegnum Rósu daginn
eftir, sumpart til þess að gera lækningatilraun, sumpart
til þess að tala við sjúklinginn og ungfrú Forest. Nú átti
ungfrú Forest að taka við sjúklingnum, þvi að Rósa mátti
ekki vera þar lengur en þann dag.
Læknirinn var hinn ánægðasti út af því, hve vel
ungfrú Forest gengi að veita fyrirskipunum sínum við-
töku og fara eftir þeim, en hann bað hana að skrifa dag-
lega, hvernig sjúklinginum iiði og senda honum þetta viku-
lega. Jafnframt sagði hann, að ef hana langaði til að
spyrja hann um eitthvað mikilvægt og gæti ekki heyrt
svör hans — því að auðvitað ætlaði hann að koma til
þeirra áfram — þá skyldi hún skrifa honum. Frú Fair
átti að taka við þeim brófum og senda aftur svörin. Lœkn-
irinn ætiaði að svara fyrirspurnunum gegnum Rósu, þeg-
ar hún væri í sambandsástandi.
Daginn eftir fór Rósa.
Næsta hálfa mánuðinn fékst ungfrú Forest við sjúkling-
ínn kvölds og morguns. Á morgnana nuddaði hún oft sjúkl-
inginn meira en tvær klukkustundir í einu og á kvöldin
eina klukkustund. Hún sá lækninn æfinlega einhvern-
tíma, meðan hún var að þessu, en hann stóð ekki lengi
við, stundum lagði hann fáeinar spurningar fyrir hana,
en oftar gaf hann að eins fyrirskipanir og fór þá. Stund-
um stýrði hann sjálfur höndunum á ungfrú Forest og
sjúklingurinn lærði bráðlega að finna til þess, þegar lækn-