Morgunn - 01.12.1922, Page 19
MOJRGHJNN
113
ingurinn mátti við áhrifum frá útiloftinu, og skipaði fyrir
um það af afarmikilli nákvæmni, svo að ekki mátti
nokkurri mínútu muna, hve lengi glugginn væri opinn.
Einu sinni fékk sjúklingurinn sárindi í hálsinn. Ungfrú
Forest vi8si ekkert um það. En læknirinn sagði henni
frá því heima hjá henni, og lét hana rita meðalaforskrift
við þessum kvilla. Sjúklinguriun varð ekki lítið forviða,
þegar hjúkrunarkonan kom með meðölin um kvöldið.
Mörg dæmi önnur segir höf. um það, að lækninum var
kunnugt um það, sem ekki hafði getað borist inn í vit-
und ungfrú Forest — að minBta kosti ekki með neinum
venjulegum hætti. Afskifti hana af matarhæfi sjúklingB-
ins voru jafn-nákvæm og aðrar fyrirskipanir hans. Sjúkl-
ingurinn fékk egg og mjólk á morgnana og læknirinn
lagði mikla áherzlu á, að hún fengi þessa máltíð nógu
snemma. Einu sinni sá ungfrú Forest hann fara ofan í
eldhúsið og leggja fingurna á ennið á stúlkunni þar, í því
skyni að koma henni til að Betja mjólkina á stóna. Þá
fór hann aftur upp í herbet'gi sjúklingsins og sagði: »Hún
verður heit eftir fáeinar mínútur* — og það 8tóð heima.
Stúlkan var gædd einhverjum sálrænum hæfileikum. önn-
ur stúlka var þar á heimilinu, sem oft færði sjúklingnum
mjólkina. Hún var svo skygn, að læknirinn varð að
gæta þess að gera sig ósýnilegan fyrir henni, því að
hann vildi ekki láta hana vera að segja neinar sögur af sjer í
eldllllsinu. Einu sinni taldi hann sig óánægðan með,
hvernig eggjahvítan, sem sjúklingurinn átti að fá, væri
slegin. Hann bað ungfi'ú Foreat að gera þetta verk
sjálfa, en aýndi henni áður, hvernig hann ætlaðiat til að
hún gerði það,
Einu sinni eða tvisvar var ungfrú Forest svo lasin,
að læknirinn vildi ekki láta hana nudda sjúklinginn;
hann lét hana fara í rúmið, og sagðist ætla að nudda
sjúku konuna sjálfur á venjulegum tíma. Sjúklingurinn
fann greinilega sams konar tilfinningu eins og þegar
hjúkrunarkonan hafði nuddað haDa, og með þeim hætti
8