Morgunn - 01.12.1922, Síða 26
120
MORGUNN
mikil. Jafnvel staðhæfingin um að »draga eitur« út úr
líkömum sjúklinganna kemur hjá báðum. Það er líka
áreiðanlegt, að okkar skygnu menn hafa svipaðar sögur
að segja eins og ungfrú Forest. Þetta er alþjóðareynsla
— alveg sama, í hverju landi veraldarinnar hún kemur
fram. Hvarvetna tjá þau ósýnilegu vitsmunaöfl, sem
fyrir fyi irbrigðunum standa, sig vera framliðna menn. Og
þegar nokkuð fer að kveða að fyrirbrigðunum, sannfær-
ast miðlarnir, og að öllum jafnaði allir þeir jarðneskir
menn, sem með þeim starfa, um það, að vitsmunaöflin
geti ekki verið önnur en þau segjast vera.
I öðru lagi langar mig til að benda ykkur á Rósu.
Hún er fagurt dæmi um þá menn, sem yfirgefa alt, til
þess að fylgja sinni köllun. Hún hefir virðulega atvinnu
og hátt kaup. Hún varpar þessu frá sér, til þess að æfa
þá sérstöku hæfileika, sem henni hafa verið gefnir, og
láta blessun af sjer leiða. Hvorki ungfrú Forest né Rósa
tóku neitt gjald fyrir sína sálrænu hæfileika. Þær urðu
auðvitað að taka borgun fyrir tíma sinn, til þess að hafa
ofan af fyrir sér, en þær þágu ekki meira en lágt hjúkr-
unarkonukaup og afþökkuðu gjafir. Um hitt er þó meira
vert í mínum augum, að þær gerðust fúsar til þess að
láta hæfileika sina ná sem mestri fullkomnun, og að gefa
sig mótspyrnulaust undir handleiðslu þeirra manna frá
öðrum heimi, sem voru að senda hjálp og blessun inn í
þennan þeim. Sliks hugsunarháttar kennir ekki mikið
enn hér á landi. Vitanlega skal það viðurkent með
virðingu, að þá menn höfum við hitt, sem hafa haft ein-
lægan vilja á því að láta hina sálrænu hæfileika sína
verða að gagni. En fremur eru þeir fáir. Það virðist
ekki orðið mönnum ijóst, að miðilsgáfan er dýrlegur hæfi-
leiki. Hugsum okkur, til dæmis að taka, að hjúkrunar-
konur væru almennt gæddar sams konar hæfileikum eins
og Joy Snell og ungfrú Forest. Reynum að gera okkur
ljóst, hvílíkum straumum af blessun mætti veita yfir
sjúklingana, hvort sem hæfileikarnir væru notaðir til þess