Morgunn - 01.12.1922, Side 29
MORGUNN
123
okkur óslökkvandi ástríki og löngun til þess að hjálpa
okkur, og verða okkur til blessunar. Mér virðist ótal
margt benda á það, að til þess að sú samvinna takist og
og færi okkur ómetanleg gæði stendur ekki á mönnunum
i hinum ósýnilega heimi. Það stendur á okkur. Það er
íhugunarvert mál, að á okkur skuli standa. En út í það
efni ætla eg ekki að fara í kvöld.
Sálfræðileg ráðgáta.
(Patience Worth.)
Fyrirlestur fluttur I S. R. F. f. 23. febrúar 1922.
Eftirjakob 3óh. Smára.
»Nei, andaheimur er ei læstur!
vor andi er læstur, því er ver.
Oss morgunroðinn gefur glæstur
sitt gullna bað, ef kjósum vjer*.
Svo lætur Goethe Faust segja, og þessi hugsun er
oss sennilega nokkuð töm, sem erum í þessu félagi. En
áhrif andaheimsins geta verið með ýmsu móti, og það er
einatt notað sem mótbára gegn spíritismanum, að þau sé
oftast eða altaf hversdagsleg og gagnslaus, komi engu
góðu til leiðar hér í heimi, — en skeytin sé ljettvæg og
þvaðurskend að efni og orðfæri. Auðvitað er þetta frá-
leit mótbára. Hvað lítilfjörleg og ómerkileg, sem skeytin
eða fyrirbrygðin yfirleitt kunna að virðast, eru þau þó
harla merkileg og mikilvæg, ef þau geta fært mönnum
heim sanninn um áframhald lífsins og æðri tilveru. Og
það er ekki bókmentalegt ágæti, sem vegur þar þyngst,
heldur einfaldar og hversdagslegar endurminningar dá-