Morgunn - 01.12.1922, Page 30
124
MORGUNN
inna raanna um jarðlíf þeirra, — minningar, sem er unt
að prófa hórnamegin. Þar að auki er það ekki rétt,
að öll »andaskeyti< séu léttvæg og lítilmótleg. Reyndar
verður því ekki neitað, að mikið af þeim er ekki á
marga fiska, en það á ekki nándar-nærri við þau öll.
Þar eru háfleygir og ágætir hlutir innan um. — Og svo
sem líkamleg áreynsla, skrift eða lestur, rýrir ekki að
neiuu ieyti gildi lifandi manna á jörðu hjer, þarf það
heldur ekki að vera fyrir neðan virðingu »hárra anda«,
að hreyfa t. d. borð eða handlegg miðils til að rita. —
Síðan i júlí 1913 hafa við og við verið að koma í
Ameríku merkileg skeyti handan að, sem hafa mikið
skáldlegt og bókmentalegt gildi. Á síðari árum hafa og
gerzt alveg óvanalegir atburðir í sambandi við þau. Eg
á við skeytin frá vitsmunaveru þeirri, er nefnir sig Pa-
tience Worth. I frásögn minni styðst eg við fyrstu bók-
ina um (og eftir) hana, en sú bók heitir »Patience Worth,
a Psyehic Mystery. By Casper S. Yost. New York 1916,«
— en atburði þá sem standa 1 sambandi við það, er hún
tók að sér ungbarnið til uppfósturs tek ég úr euska viku-
blaðinu »Light« (frá 19. og 26. nóv. 1921), en það blað
heflr fróðleik sinn frá lafði Glenconner, merkri hefðarkonu
enskri, sem kynti sér málið og söguhetjurnar á ferð
sinni til Ameríku nú fyrir nokkru.
Árið 1913 fór frú John H. Curran i borginni St.
Louis í Bandarikjunum að gera tilraunir með svo nefnt
óuija-borð að gamni sínu. Hún var kona á bezta aldri,
heilbrigð á sál og líkama og gift fyrverandi innflutnings-
stjóra (Immigration Commissioner) i Missouri. Áhald þetta
til 8keytaviðtöku handan yfir er flatt, fótalaust trjeborð,
og á því er stafrófið, tölustatírnir upp að ttu og orðin já,
nei, veit eklá og verið þið eœl. Lítil hjartalöguð plata,
þrífætt, er látin ofan á borðið. Tilraunafólkið, sem er
venjulega tvent, setur borðið á knó aér, tyllir flngurgóm-
unum lauslega á þrífættu plötuna, og eftir nokkra stund