Morgunn - 01.12.1922, Page 38
132
MORGUNN
að hún hefir í sínum litlu höndum þann lykil, sem opnar
jafnvel hjarta guðs almáttugs, lykil ástarinnar.
»Vegir jarðarinnar eru fullir af þeBsum smælingjum.
r
Urgangur, týnd ást, týnd á byljóttu hafi dags jarðarinnar
án nokkurs geisla eða gljáasteins til þess að bera uppi
veikleika hennar. Sjá, þetta barn er sjálfar dreggjar sorg-
arinnar, en nú er það hjúpað ást; lítið á það! Það er
dýrðlegt! 0, þið menn, lítið á vai’ir hennar. Hreinleikur
ástar guðs hvílir á þeim, og hjartalag hans má lesa í
augum hennar.
»Ekkert, aem geymir eld ástarinnar, getur kallast lit-
ilfjörlegt starf, og ég segi, að fyrst jarðbúar vilja ekki
taka þessa smælingja að sér, þá skulu þessar hendur verða
lagðar á jarðneska líkami og þjóna þeim, jafnvel þótt
enginn maður sjái starf þeirra'.
»Mér hefir skilizt á Patience*, segir frú Curran enn-
fremur, »að henni þyki ekki aðeins fjarska gaman að því,
að eiga sjálf barn, heidur voni hún einnig, að barnfóstur
hennar muni hvetja aðra til að gera hið sama, svo að
hinir litlu hjálparvana armleggir, sem nú eru róttir út í
bláinn og ná ekki að neinu móðurbrjósti, og hinar litlu,
veiku raddir, sem kalla á mömmu og fá ekkert svar,
megi að minsta kosti öðlast móðurlega ást, og að þannig
megi nærast líf barnsins og hjarta þess, sem fóstrar það.
»,Guð mun koma til hjartna jarðarinnar með börnun-
um', sagði Patience, ,því að fyrst guð býr í mannkyninu,
hlýtur hann vissulega að endurnýjast á jörðunni við
komu barnanna1.
»,Sjáðu‘, sagði hún kvöld eitt við stúlku, sem hélt á
telpunni, ,þú finnur hitann af björtum loganum, sera kvikn-
ar í brjósti þér við snertingu þessara litlu handa. Vefðu
örmum þennan litla líkama og láttu ást þína klæða hann
og verma. Jörðin átti ríkulegan sjóð af kærleika, en
hendur mannanna hafa lokað fjársjóðinn inni, og barns-
hendur einar geta opnað þær dyr‘«.