Morgunn - 01.12.1922, Síða 47
MOttGUNN
141
Og ég hefi aldrei fundið fólk leggja betur við hlustirnar
en á þeim mótum.
Það er þá líka svo komið, að myrkfælnin við sálar-
rannsóknirnar er nú svo að segja alveg horíin í þessu
landi og hefir áhuginn fyrir málinu ekki að sama skapi
þverrað heldur þvert á móti. Þetta er gleðiefni öllum
þeim mörgu, sem nú er orðið það ljóst, hversu mikilvæg
áhrif sálarrannsóknirnar og árangur sá, sem af þeim má
vænta, geta haft á andlegt líf mannanna, breytni þeirra
og viðskifti, ef rétt er að farið. Ef rétt er að farið, sagði
ég, því ekki verður því neitað, að ýmsar hættur liggja í
leyni fyrir málinu, eins og nú er komið Eg skal aðeins
minnast með örfáum orðum á eina. — Það er sú hætta,
að rannsóknirnar staðni i sértrúnaði (sektarianismus). A
þessari hættu virðist bóla sumstaðar. En tilraunirnar
verður að reka áfram með vísindalegri nákvæmni, en
ekki gera úr þeim sértrúarstefnu, sem hafi það helzt til
síns ágætis að byggja upp fast trúar- eða heimspekikerfi
úr árangri rannsóknanna. Þeir, sem hafa kynst spiritism-
anum í Danmörku, eins og hann er þar almennastur,
munu hafa tekið eftir því hversu hann er á hættulegri
braut þar einmitt að þessu leyti. öðru máli er að gegna
með hreyfinguna í Englandi. Nokkur hluti spiritista þar
hefir myndað sértrúarflokk. En jafnframt er unnið að
því kappsamlega af hinum vitrustu og lærðustu mönnum,
að taka árangur rannsóknanna í þjónustu kirkjunnar,
henni til styrktar og yngingar, láta reynslu sálarrann-
sóknamanna blása nýju lífi í hinar stirðnuðu kirkjukenn-
ingar og flytja þær í sína upprunalegu og sönnu mynd
frumkristninnar, en halda rannsóknunum sjálfum áfram
í strangvisindalega átt. Enda er víst ekki vafi á því, að
langmest á breyfingin að þakka vöxt, sinn og viðgang
því, hversu ágætir vísindamenn hafa staðið að tilraunun-
um, menu, sem hafa beitt allri þeirri nákvæmni, sem
reynsluvísindi nútímans eiga yíir að ráða við þær, og oft
ekki gengið fullkomlega úr skugga um fyrirbrigðin fyr