Morgunn - 01.12.1922, Síða 51
MORGUNN
145
sé að gera sér nánar grein fyrir hvernig þetta eigi aér
stað. Þegar þess er nú gáð, að vér tnennirnir getum, óháð
tíma og rúmi og án aðstoðar skilningarvitanna, haft bein
persónuleg áhrif hverjir á aðra, því það hafa fjarhrifln
sannað, þá verður undireins æði erfitt að neita því, að
sálin lifl út yflr líkamsdauðann, því hversvegna skyldi
ekki sálin lifa vitundarlífi eftir að hafa skilið við líkam-
ann að fullu úr því hún getur lifað vitundarlífl, óháðu
öllum lögmálum skynheimsins, meðan hún er enn tengd
líkamanum? Og sé það rétt hjá Kant, að hæfileikinn til
vitundarlífs sé rótgróinn í mannssálinni og hún sé vitund
óháð tíma og rúmi, þá hlýtur hún, hvort sem hún heflr
verið tengd nokkrum líkama eða ekki, að starfa. Sú
reynsla, sem sálin öðlast i minningaforða sínum frá lík-
amadvölinni, er þá aðeins viðbót við þann starfsárangur,
sem fyrir er og þá að sjálfsögðu mikilvæg viðbót. Kemst
maður því tæpast hjá, út frá þessu, að viðurkenna fortil-
veru sálarinnar og kemur þá um leið spurningin um það,
hvort sennilegra sé, að sálin komist aðeins einu sinni und-
ir hömlur hins jarðneska lífs, til þess að bæta við reynslu
sína, eða að hún komist það oft.
Annars þurfum vér ekki að fara lengra en að athuga
vora eigin reynslu, eins og hún lýsir sór i daglegu lifl
voru, til þess að ganga úr skugga um, að vér erum sálu
gæddir í þeirri merkingu, sem það orð er notað hér.
Sjálfsmeðvitund vor er nefnilega einasta sönnun vor fyrir
því, að vér séum til í raun og veru og að sú lífsreynsla,
sem fram við oss kemur, sé vor eigin lífsreynsla. — í
bók sinni »Á þröskuldi hins óséða« (On the Threshold of
the Unseen) kemst sir William Barrett þannig að orði um
þetta: »AUa æfl vora erum vér oss meðvitandi um sjálf
vort og sarasemd (identitet), þó að efnislíkami vor, með
heila og skynfærum, sé útslitinn og endurnýjaður hvað
eftir annaðc.
Barrett á hér við þá staðreynd, að allar frumur í
líkama vorum slitni daglega, eyðist og aðrar nýjar komi
10