Morgunn - 01.12.1922, Page 53
MORGUNN
147
með hugsun vorri búum vér til hugtök með því að bera
saman það sem vér erum að hugsa um. Hlutina i kring
um oss verðum vér vör við með skynfærunum, en vór
hugsum ekki hlutina sjálfa, heldur hugsum vér um þá.
Ef ég t. d. hugsa mér stól, þá hugsa ég mér sjaldnast
Btólinn sjálfan eins og augað sýnir mér hann, heldur
hugsa ég um stólinn, ber hann saman í huganum við
aðra hluti. Stóllinn sjálfur er aðeins orsökin til þess að
ég hugsa, en það, sem ég hugsa, kemur ekki beint gegn-
um skilningarvitin, heldur er það innri starfsemi. Ef vér
því með hugsuninni eigum við það eitt af vitundinni,
sem kemst til vor gegnum heilann á venjulegan hátt,
komumst vér ekki hjá því að viðurkenna hjá oss sér-
stakan hæfileika, æðri hugsuninni, hvort sem vér nú vilj-
um kalla þann hæflleika innsæi eða eitthvað annað
(intuition, insight), og hann er frábrugðinn hugsuninni að
því leyti, að hann er algerlega sálræns eðlis. Hugsunin
er aftur á móti ekki sálræns eðlis að öllu leyti, þar sem
hún er svo mjög tengd hreyfingum heilans. Eða ef til
vill er réttara að segja, að hugsunin sé að visu sálræn,
en fjötruð og takmörkuð af efninu, sem sé heilanum.
Innsæið myndar þannig einskonar tengilið miili sjálfsver-
unnar í líkaraanum og sálarinnar utan hans. Gott dæmi
upp á þetta eru draumarnir. Stundum á morgnana, þeg-
ar vér vöknum, erurn vór oss þess meðvitandi, að oss
hefir dreymt eitthvað ákaflega mikið og merkilegt, að vér
höfum farið hamförum í andans heimi, en þó getur heila-
vitund vor eða dagvitund ekki náð nema Blitrum úr
draumnum eða þá alls engu.
NiðurBtaðan hór verður þá eitthvað á þessa leið:
Mannsheilinn er efniskendur hlutur i sífeldri hreyfingu
ein8 og allir aðrir hlutir, samkvæmt frumeindakenning-
unni. Hreyfingu heilans er samfara hugsanastarfsemi.
Heilinn er einskonar móttökustöð, einskonar tengiliður
milli vitundarinnar og hins skynræna heims umhverfis
oss, sem gerir oss fært að hugsa. Heilinn er áhald eða
10*