Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 55
MOR&UNN
149
í fyrsta flokki getum vér talið þau fyrirbrigðin, sem
œtíð gerast á þeim stað þar sem móttakandinn (recipien-
tinn) er. Aðaleinkennin á þeim flokki eru þessi: Móttak-
andinn getur verið hvortveggja: annaðhvort hugsar hann
alls ekkert til sendanda (agent), eða hann hugsar til hans
þegar fyrirbrigðið gerist. Hann er vakandi og háður
tima og rúmi skynheimsins. Hann sér fyrirbrigðið þar
sem hann er staddur, þó að aðrir sjái ef til vill ekkert.
Sendandi birtist andlega, getur t. d. gengið jafn óhindrað
gegnum læstar hurðir og veggi, eins og gegnum loftið
tómt. En þar með er ekki sagt, að hann geti ekki verk-
að á efnið, þar sem hann birtist. Margt virðist benda
til að svo sé. Mörg dæmi eru til þess, að móttakandi
verði t. d. fyrir snertingu undir þessum kringumstæðum.
Hér er eitt dæmi upp á þenna flokk fyrirbrigðanna,
tekið úr bókinni »The Phantasms of the Living«:
Það var í ágústmánuði árið 1881, að heimilislæknir-
inn minn réði mér til að taka mér nokkurra daga algerða
hvíld og banuaði mér að vinna um tíraa. Ég mátti ekki einu
sinni lesa í bók. Ég tók mig því upp og flutti úr Lund-
únum út í sumarbústað einn fyrir utan borgina og dvaldi
þar nokkurar vikur. Siðustu 6—7 árin hefl ég verið mjög
handgenginn konu nokkurri, frú A, og hefl kent dóttur
hennar lengst af þarm tíma. Kona þessi hafði farið ásamt
fjölskyldu sinni til baðstaðar eins, þá í sumarleyfinu og
hafði sent mér þau skilaboð áður en hún fór, að brottför
hennar hefði svo bráðan að borið, að hún hefði ekki get-
að heirusótt mig áður, en kvaðst áreiðanlega mundi gora
það þegar hún kæmi aftur. Seinna frétti ég hjá kunn-
ingjum okkar beggja, að henni og fjölskyldu hennar liði
ágætlega og mundi hún sennilega koma aftur um miðjan
september.
Dag nokkurn, á að gizka þrem vikum eftir að frú A
fór í ferðalagið, átti ég von á heimsókn frá vinkonu
minni einni og hafði látið útvega mér vagn, því við ætl-
uðum að aka út okkur til skemtunar, En af þvi að rignt