Morgunn - 01.12.1922, Blaðsíða 60
154
MORGUNN
Hvernig korna nú öll þessi dæmi heim við kenning-
una um sálufélag? Hér er gengið út frá því, að öll þau
dæmi, sem reynslan heflr gefið oss um fjarhrif megi heim-
færast undir einhvern hinna fjögra flokka, sem nefnd-
ir eru.
Fyrst er að athuga hvort nokkur hugsanlegur mögu-
leiki sé til þess, að þessi fyrirbrigði gætu gerst ef
sjálfsvera vor er svo óbifanlega bundin likaman-
um, að hún hverfi eða leysist upp um leíð og líkam-
iun deyr.
Ef svo er, að sálin deyi um leið og líkaminn, þá er
hún að sjálfsögðu háð rúminu og um leið lögmálinu um
hið öfuga hlutfall við fjarlægðina í öðru veldi. Þá er
hún líka háð tlmanum. Slíkar verur geta ekki haft annað
samband hver við aðra en gegnum skilningarvitin. Sjálfs-
veran er þá efniskend eins og líkaminn.
Það er heldur ekki hægt að skýra fjarhrifin með of-
miklum næmleik skilningarvitanna eða ofnæmi þeirra
eins og Bumir hafa viljað gera. Því að skilningarvitin
svokölluðu taka engan þátt í fjarhrifunum. Þau verða
því aldrei skýrð með skilningarvitastarfseminni einni. Og
enda þótt fyrirbrigðin gerist einna helzt, þegar vitundar-
lífið er í háspennu ef svo mætti að orði komast, þ. e. a. s.
þegar um einhverja óvanalega atburði er að ræða svo
sem slys eða dauðsföll, þá geta slikir atburðir út at fyrir
sig ekki skapað hjá manni fjarhrifahæíilcikann. Hann
hlýtur að vera til fyrir, alveg eins og vér hljótum að
eiga hæfileikann til að hugsa áður en vér förum að
hugsa.
Það virðist svo um þau fyrirbrigði, sem heyra undir
fyrsta flokk, að meðvitund sendanda sé að einhverju loyti
á sama stað og hann. Jafnvel þótt hann sofi hlýtur með-
vitund hans að vera viðstödd að einhverju leyti, en eigi
að síður getur hún gert vart við sig hjá móttakanda á
sama tima. 0g eins og reynslan sýnir, getur hún gert
vart við sig hjá mörgurn sitt á hveijum stað á sama