Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 64
158
MORGUNN
an og rökrétt hugsun virðast staðfesta það, að sálufélags-
kenningin, sem ég hefi nú reynt að lýsa að nokkru, sé
rétt, og má að. lokum taka dæmi úr annari þektari sálu-
félagsfræði til samanburðar. Þessi síðarnefnda sálufélags-
fræði er þráðlaus firðritun.
Vér skulum fyrst hugsa oss, að þráðlaust skeyti sé
sent frá skeytastöð, en að engin móttökustöð sé til. Hvað
heflr þá orðið um skeytið? Ja, — vér segjum, að það só
einhversstaðar úti i geymnum sem rafmagnsbylgja eða
rafgeislan. En ef engin móttökustöð er til, vitum vér í
rauninni ekkert nánar um þessa bylgju. Ef til vill fer
gei8lanin fram í þriggja víðáttu rúmi. En hún getur líka
farið fram í rúmi, sem hefir svo og svo margar víðáttur,
eða alls enga, verið óháð öllu rúmi. Vér vitum ekkert um
eðli fafmagnsbylgjunnar, ef engin móttökustöð er til. Þá
fyrst er móttökustöðin hefir tekið við skeytinu er gengið úr
skugga um, að geislanin hafi birst í þriggja víðáttu rúmi.
Þessari geislan má líkja við áhrifin á railli sálnanna.
Dr. Helgi Péturss hefir nefnt þau áhrif lifgeislan, sem er
ágætt orð að mér flnat.
En vér skulum lialda áfram rneð dæmið. Vér gerum
nú ráð fyrir, að til séu móttökustöðvar. Ilvar eiga þæi'
að vera og hve margar raega þær vera? Þær mega vera
hvar sem vera vill og svo margar, sem vera vill; þær
mega skifta þúsundum eða miljónura, það út af fyrir sig
breytir málinu ekki skapaðan hlut. Þessar stöðvar "taka
við skeytinu, öllu og óbrjáluðu, ef öll tæki eru í fullkom-
lega verkfaú’u ástandi, en sé einhver móttökustöðin ófull-
komiu eða vanhirt, verður skeytið afbakað, það vantar í
það eða það næst alls ekki.
Þessu stöðvasambandi má likja við sambandið milli
sálnanna.
En nú eigum vér eftir að minnast á þann aðilann í
þessari staifsemi, sem mestu varðar, persónuleikann, sem
sendi skeytið. Ef hann er ekki til getur ekki verið um
neitt skeyti að ræða. Vér höfum heldur ekki minst á