Morgunn - 01.12.1922, Page 67
M0E6UNN
161
yflr landamærin eða segja sig vera frá öðrum heimi, t.
d. sum þau rit, sem skrifuð hafa verið ósjálfrátt og kom-
ið hafa út á síðustu árum, að margt er þar þrungið af
vizku, af fegurð og háfleygum skáldskap, að innau um
hið hversdagslega eru hreinustu gimsteinar.
Nú skulu tekin örfá dæmi upp á þau fyrirbrigði, sem
segja sig komin frá framliðnum mönnum.
Veturinn 1915 — 1916 var ég að staðaldri við miðils-
tilraunir hér i Reykjavík, tilraunir sem aðallega snerust
í endurminningasannana áttina. Á fundunum gerðust oft
hinir furðulegustu atburðir. Fjöldi af vitsmunaverum gerðu
vart við sig og tókst sumum að koma svo merkilegum
endurminningasönnunum i gegn, að ég held það verði
mjög erfitt að skýra það mál öðruvísi en þannig, að þar
hafi í raun og veru gætt áhrifa frá þeim persónuleikum
sjálfum, sem sögðust vera að sanna framhaldstilveru sína.
Það væri sannarlega lofsvert ef einhverjir vísindamenn
vorir gœtu komið með skýringar á slíkum fyrirbrigðum
sem miðlafyrirbrigðin eru, án þess að taka til greina þá
skýringuna, að aðrar vitsmunaverur en sýnilega eru við-
staddar á fundunum séu þar að verki. En það dugir
ekki að demba öllum slikum fyrirbrigðum yfir á undir-
meðvitund, dulminni eða persónuskifti o. s. frv., eins og
þeir gera sumir, hinir svokölluðu vísindamenn. Þvi það
eru skýringar, sem enginn liflr á til lengdar, sem hugsar
um málið og, sem um fram alt, rannsákar málið. Eg
ætla aðeins að minnast á tvö dæmi frá fyrnefndum
fundum.
Það var mánudaginn 15. nóvember 1915, að víð héld-
um fund á venjulegum stað og tíma. Framan af hafði
fundurinn ekki gengið sem best, truflun hafði komið á
sambandið, en hvarf er leið á fundinn. Á þeBsum fund-
um var það einkum lítil stúlka, — ég tala hér um þá,
sern fram komu, sem sjálfstæðar verur, — sem höfð var
til að flytja á milli fregnirnar, sem koma átti til okkar.
Sem dæmi upp á það hve persónurnar, sem komu voru
11