Morgunn - 01.12.1922, Síða 68
162
MORGUNN
skýrar, og sjálfum sér samkvæmar, má nefna þessa litlu
stúlku. Hún kom ætíð fram sem. yndislegt barn, full af
fjöri og kátínu Hún talaði alveg eins og barn, sem að
yísu hefir lært málið, en á enn erfitt með beygíngar og
óalgeng orð. Venjulega kom hún hlæjandi í sambandið.
öllum hlaut að fara að þykja vænt um hana, sem kynt-
ust henni og hún er mér enn jafn ljóst fyrir hugskots-
sjónum sem hvert annað barn, sem ég hefi kynst og yer-
ið með, nema öllu fremur sé. Yfirleitt má segja alveg
hið saraa um hinar aðrar vitsmunaverur, sem ég hefi hitt
við miðilssarabönd. Ég hefi síðan 1915 verið með 4 miðl-
um, þar af tveimur um alllangt skeið. Ég gæti talið
upp á fingrum mér um 50 vitverur, sem fram hafa kom-
ið hjá þessum miðlum, allar með svo Ijós persónueinkenni,
að ég mundi kannast við þær aftur hvenær sem væri.
Þegar ég hugsa til þeirra, finst mér ég hljóta að minnast
þeirra eins og gamalla og góðra vina. Ég býst við, að
þau, sem verið hafa með mér á fundunum, muni öll geta
sagt eitthvað svipað. — En nú skal ég snúa mér að
fundinum fyrnefnda.
Litla stúlkan, sem ég áður nefndi, tók alt i einu að
lýsa manni, sem stæði rétt hjá mér: »Hann er renn-
blautur, það lekur úr honum sjórinn . . . hann var að
synda i land úr mótorbát á firðinum, sem þú ert frá ....
honutn leið ekki vel fyrst, nú betur. Hann er með flösku,
— hann var með haria i bátnum . . . Ætlaði að synda í
land en sökk. Hann segist biðja aö heilsa X1 með þökk
fyrir kvæðið . . . Það var sungið þegar skrokkurinn var
grafinn, en hann segir, að sér hafi ekki líkað orðatiltækið
»að gráta úr Helju* í niðurlaginu á kvæðinu. Niðurlagið
er svona:
*Það rainningablóm á gröf þeim grær,
sem grátnir úr Helju verða«.
Þú átt að skrifa X og vita hvort þetta er ekki rétt með
1) llér nefndi litla stúlkan nafn á manni, sem ég kannaDist vel við,