Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 70
164
MORGUNN
verið getið í blöðunum hér syðra, þó að ekki væri þar
]ýst nánar hvernig það hefði viljað til. Sjálfur segist
miðillinn ekkert Um kvæðið hafa vitað og ég hefi enga
ástæðu til að rengja hann um það. Ég hefi aldrei reynt,
minstu tilraun til blekkingar hjá honum. En ef svo er,
að enginn fundarmanna og miðillinn ekki heldur, hafi
neitt um kvæðið vitað, þá virðist óneitanlega vera hér
dæmi um sálufélag milli framliðins manns og manna hér
í heimi og það ágætt dæmi.
Annað dæmi frá sama miðli, en öðrum fundi, skal
ég taka, því það er stutt. Piltur einn, skólabróðir minn
þá látinn fyrir rúmu ári, var sagður við sambandið. Sú
vitveran, sem sagði sig vera hann, reyndi nokkrum sinn-
um að tala af vörum miðilsins, en gékk fremur erfiðlega.
Þó kom þetta: Kveður sig eitt sinn hafa verið niðri í
Alþingishúsgarði með þremur skólabræðrum sínum, sem
hann tilnefndi; þá hefði verið tekin af þeim mynd saman
þar í garðinum, en auk þess hefði líka verið tekin önnur
mynd af sér einum. Þetta væri alveg áreiðanlegt, hann
myndi þetta svo vel, og skyldum við ganga sjálf úr
skugga um hvort þetta væri ekki rétt. Enginn fundar-
manna hafði nokkra hugmynd um þessa myndatöku, en
síðar þegar hinir tilnefndu voru spurðir, könnuðust þeir
við, að rétt væri hermt hvað fyrri myndina Bnerti, en
kváðust ekki muna, að tekiu hefði verið mynd af L. ein-
um (svo nefni ég framliðna manninn). Þó kvaðst einn
þeirra, sem var bróðir Ijósmyndarans, sig hálfminna, að
L. hefði setið fyrir einn sér rétt áður en þeir skildu þarna
í Alþingishúsgarðinum og lofaði að spyrja ljósmyndarann,
bróður sinn, um þetta. Það gerði hann fika og reyndist
þá svo, að ljósmyndarinn raundi alls ekkert eftir, að hann
hefði tekið nokkra mynd af L. einum, þarna í þetta skifti,
og urðum við þá ásáttir um, að þetta hlyti að vera vit-
leysa. Þetta var í marz 1916. En um vorið eftir, það
var vist komið fram i júní, kemur þessi skólabróðir minn,
bróðir ljósmyndarans, til mín með dálítínn Ijósmyndar-