Morgunn - 01.12.1922, Side 73
MORGUNN
167
kjarnyrt og gott mál. Það var karlmaður, dimmraddaður
mjög, kvaðst hafa átt heima í Húnaþingi, er hann var
hér á jörð. »Heimili mitt stóð undir hliðarslakka*, sagði
hann eitt kvöldið. Og er hann var intur eftir hvort hann
hefði verið bóndi þar, kvað hann nei við, »en ég átti þar
aðflöktc, bætti hann við. Son kvaðst hann hafa átt með
vinnustúlku þar í sveitinni og hét sá Sveinbrandur. Það
manns-nafn hefl ég aldrei heyrt fyr né síðar. Sonurinn
sagði hann að hefði druknað í Blöndu af klárnum sínum.
Ýmislegt sagði hann fleira. Sjálfur kvaðst hann hafa orðið
úti á leið hingað suður til sjóróðra. En ætíð þegar hann
ætlaði að fara að segja okkur nánar frá þeim atburði úr lifi
sínu, sem sárastur var og sem virtist hafa kvalið hann
svo lengi, misti hann stjórnina á sjálfum sér og ætlaði að
tryllast. Var honum þá ætíð eins og kipt burt úr sam-
bandinu, enda sagði hann oft þegar svo stóð á: »Þeir
sitja á inér! Þeir sitja á mér!«.
Honura virtist afskaplega umhugað um að fá að koma
að sambandinu. Hann sagði eitt sinn, að hann bygði alla
sína von á því að fá að vera þar viðstaddur. Hann bað
okkur umfram alt að hugsa hlýtt til sín, biðja fyrir sér,
það væri sér lífsskilyrði.
Á síðasta fundinum, sem við héldum, kom hann, hóg-
vær, næstum bljúgur og innilega þakklátur. Hann þakk-
aði okkur fyrir hvað við hefðum gert fyrir sig og kvaðst
vona, að hann væri nú laus úr þeim fjötrum, sem svo
lengi höfðu kvalið hann. Sannast að segja fanst mér og
víst okkur öllum, að við eiga tæpast þetta þakklæti skilið.
Og það rann til fulls upp fyrir mér þá, liversu mikið við
hefðum getað gert fyrir þennan mann og aðra fleiri, sem
líkt væri ástatt um. Og mér skildist þá betur en áður,
hversu óendanlega náið og innilegt samband þarf að vera
milli alls sem lifir ef vel á aö fara, að tilveran öll er eitt
sálufélag, og að það er mitt hlutverk og þitt hlutverk,
— hlutverk vor allra, — að treysta þann félagsskap og
efla með samstarfi og samhug.