Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 81
MORGUNN
175
eða jafnvel kirkjudeild, getað trúað því, að Guð hafl frá
eilífð fyrirhugað suma til eilífrar sælu, en aðra til enda-
lausrar ófarsældar. Um þann hugsunarhátt og þá kenn-
ing sagði einn af frægustu prédikurum nítjándu aldar-
innar þetta: »Eg þekki ekkert í Sódómu eða G-ómorru
jafn hræðilegt sem svo fyrirdæmingarverða sjálfsánægju*.
Kærleiki Guðs er víðtækari. »Svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, Bem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilift líf«. »Haun er
friðþæging fyrir syndir vorar, og ekki einungis fyrir vor-
ar syndir, heldur lika fyrir syndir álls heimsins*. Slík
ummæli Nýja testamentisins segja oss, að kærleiki Guðs
umlyki allan heim og snerti hvern einstakling. Segir
ekki hjarta oss þetta hiklaust, að Guð útiloki enga þjóð
og geri sér engan mannamun? Gerir ekki kristindómur
Krists alla sjálfsánægju að engu? Hann minnir sórhvern
þóttafullan mann á, að töturbúinn fátæklingurinn á götunni
sé bróðir hans. Hvergi talar fagnaðarerindið nokkurt
lítilsvirðingarorð um nokkura mannlega veru. Aldrei
sagði Kristur við neinn: »Þú ert of syndugur, of vondur*.
Nei, annað auðkendi framkomu hans; við þá, sem sárt
fundu til þess, að þeir höfðu hlaðið synd á synd ofan og
þeim hvað eftir annað yfirsézt, sagði hann þetta: »Þínar
mörgu Byndir eru þér fyrirgefnar*.
Já, getur þú sagt, þessir »umskornuc voru menn, sem
lifðu fyrir mörgum öldum. Það er að visu satt, en þeir
eru enn til meðal kristinna manna, og það í mörgum
löndum. í þeim hóp eru til bæði menn og konur, sem
búa vorámeðal; þeir eru til í öllum kirkjudeildum. Um-
skurnin var hið eiginlega merki hins sanna, í’étttrúaða
Gyðings, og um leið aðgreiningarmerkið frá öllum öðrum.
En hversu mörg rétttrúnaðarmerki og um leið aðgrein-
ingarmerki hafa menn sett upp í kristninni og setja enn ?
Hver flokkur hefir sína »umskurn«, þ e. hann segir: »Ein-
hverstaðar verður að draga linuna«. »Umskurn« sumra er
einhver trúarjátning eða einhver sérstök trúaratriði, er