Morgunn - 01.12.1922, Síða 82
176
MORGUNN
þeim finst alt snúast um. Ef þú vilt fallast á þau trúar-
atriði eða þann trúarlærdóm, þá ert þú talinn góður og
gildur; ef þú efar það, þá ert þú talinn vantrúaður; ef þú
hafnar því, þá ertu talinn guðlaus maður. Auðvitað
mundu slíkir menn hafa átalið Pétur; þeim hefði ekki
þótt hann draga nógu hreinar linur. Þessir umskornu
menn gleyma því, hve oft hinum rétttrúuðu hefir mis-
tekist, er þeir ætluðu að draga hreinar iínur. Farísearnir
ætluðu forðum daga að varðveita rétttrúnaðinn; þeim var
illa við aila víkkun trúarhugmyndanna. Þeir ásettu sér að
girða sig gegn allri hættu í því efni með því að draga
nógu hreinar línur. Afieiðing þeirrar háttsemi var kross-
festing Jesú úti á Golgata. Siðbótarmaðurinn Kalvín ætlaði
líka að draga nógu hreinar línur; afleiðingin var sú, að
hann lét brenna lækninn og mannvininn Michael Servetus,
af því að hann hafði alt annan skilning á kristindómin-
um en sjálfur hann. Katólska kirkjan ætlaði líka að
halda línunum nægilega hreinum. Vegna þess lét hún
t. d. brenna Jóhann Húss og Jeanne d’Arc á báli og
marga aðra saklausa menn og konur.
Altaf spyrna hinir »umskornuc gegn víkkun trúar-
hugmyndanna. Og þetta er alveg eins nú. Þeir hafa nú
aðeins minna vald; fyrir því fá þeir ekki aðhafst eins
mikið og oft áður. Sú víkkun trúarhugmyndanna, sem eg
hefi sérstaklega í huga og mér finst vekja mótspyrnu
hinna »umskornu* á vorum dögum, er í því fólgin, að
nútímamenn margir hafa fengið æðri skilning á tveim
mikilvægum atriðum. Hið fyrra er þetta: Gæzka Guðs
hefir æfinlega náð til allra þjóða. Þó að Gyðingar og
kristnir menn hafi hlotið sfna sérstöku opinberun, þá hefir
Guð ekki fyrir það látið aðrar þjóðir afskiftalausar. Hví-
lík hlutdrægni og óréttlæti hefði verið fólgið i þvi! Nei,
oss skilst nú, að öll trúarbrögð geyma eitthvert brot af
sannleikanum, og að merkileg meginsannindi séu eign
allra trúarbragða. Hverri þjóð hefir Guð opinberað eitt-
hvað um vilja sinn, eftir þvi sem hún gat tekið á móti