Morgunn - 01.12.1922, Side 86
180
MOR GUNN
hana sjálfa segja frá þessu, sem eg hafSi um mörg ár þekt Bergvin
Þórðarson, holdsveika manninn, sem sýnin snerist um. Hann dvald-
ist síðustu ár BÍn í Laugarnesspítala. Eru mór sár hans mlnnisstœð.
Á Húsavík hitti eg skygna stúlku úr Grímsey, sem þar var
til lækninga. Varð eg þess var, að hæfileiki hennar hafði vakið
allmikla eftirtekt á Húsavík, og fréttir af henni voru komnar upp
í Reykjadal og Myvatnssveit. Eg gat ekki betur heyrt en að ýms-
ir helztu borgararnir f kaupstaðnum væru orðnir sannfærðir af
reynslu um skygnihæfileik hennar. Hún kvaðst hafa sóð enn
betur, er hún var barn. Frá þvf er hún fókk kíghóstann, segir
hún hæfileikann aldrei hafa náð sór að fullu. Hún virðist sjá
fólk, sem aðrir sjá ekki, og hún er sjálf fullvís þess, að það sóu
framliðnir menn.
Eg átti tvívegis tal við hana. Hún er stilt og feimin, óvön
að umgangast fólk. En hún svaraði spurningum mínum vinsam-
lega, er hún fann, að eg taiaði um þetta í fullrl alvöru. Margir á
Húsavík eru hlyntir sálarrannsóknunum, og hafa þvf tekið þessu
saklausa barni með vinsemd. Hún er 18 ára gömul, Eg bað einn
kunningja minna að skrifa upp sumar merkilegustu sögurnar um,
hvernig vart heflr orðið við skygnihæfileik hennar í vor á Húsavlk;
því að mig langaði til að geta fært ritstjóra Morguns þær.
Þá hitti eg skygna stúlku á Seyðisfirði. Var mór sagt ýmis-
legt af henni. Hún er ættuð ofan af Hóraði. Halda ýmsir að hún
muni efni í »trance«-miðll. Engan tíma hafði eg til að rannsaka
það frekar. Greindur maður sagði mór, að hún hefði stundum
fallið í slíkt ástand. Eg brýndi hvervetna fyrir fólki að fara var-
lega, ef það vildi eiga við slíkar tilraunir.
Þá hitti eg skygna drenginn á Eskifirði og fyrir frábæra ástúð
hans og foreldra hans, gafst mór færi á að vera við eina tilraun
með haun, meðan skipið stóð við; og var það þó um nótt. Um
hlnn merkilega hæflleik hans or getið annarstaðar f þeBsu heftl
Morguns, svo að ekkl er þörf að segja hór melra af honum.
Eg kom aðeins á 9 hafnlr 1 ferðinnl og forðaðist landvog um
Eyjafjörð og upp í Mývatnssveit, til Húsavfkur. Samt gat eg haft
tal af 6 skygnum mönnum og frótti af tveim að auk. Hve
margir skygnir mundu koma upp úr kafinu, ef vel væri leitað um
land alt?
Þegar vór vorum að skilja á Sálarrannsóknaþinginu f Kaup-
mannahöfn í fyrra sumar, vakti dr. Schrenck-Notzing máls á því,