Morgunn - 01.12.1922, Side 89
M OEÖUNN
183
Líflð virtist vera að fjara út. Móðirin hélt í raáttvana
höndina og bjóst við, að hvert andartakið yrði hið sið-
asta. Þá var eins og nýtt líf steymdi um litlu stúlkuna;
hún leit upp og sagði glöð:
• Marama, eg sá brœðurna mína«.
Það voru tveir drengir, sem dánir voru á undan
henni. Hún lifði tvær vikur eftir þetta, en aldrei bar
neitt á því, að hún hefði óráð.
III. Skygni drengurinn.
Sjálfsagt hafa flestir lesendur Morguns heyrt getið
um litgeisla þá, sem surair nefna »áru«, eins konar geisla-
hjúp, sera sagt er að muni vera umhverfis alla menn.
Fáir munu þeir vera, sem sjá liti þessa með berura aug-
um, en færri verða þeir þó að líkindum hér eftir sem
neita því, að þeir séu til, úr því að vísindamanni hefir
tekist að gera þá sýnilega með sérstökum tilfæringum.1
Prófessor Har. Níelsson hefir beðið mig að senda
Morgni lýsingu á litgeislum þeim, sem litli drengurinn
minn sér, og vil eg reyna það eftir því, sem eg get ráð-
ið af frásögn barns, með óþroskaðan skilning. Sjálf heíi
eg enga þekking á þessu, og veit þess vegna vel, að frá-
sögu mín fullnægir ekki kröfum þeirra, sem hafa aflað
sér þekkingar á því.
Drengurinn minn — Jóhannes Pálmason — er átta
ára gamall. Hann segist hafa sóð þessa liti siðan hann
man fyrst eftir sér. En það eru ekki nema tvö ár, siðan
eg komst að því af tilviljun. Hann sá einhver óvenjuleg
litbrigði kringum mig, og hafði orð á því. Þegar eg
spurði, hversvegna hann hefði ekki sagt mér þetta fyrri,
sagðist hann hafa hugsað, að allir sæju þetta. Hann sér
venjulega tvo aðalliti kringum hvern mann, rautt, blátt,
bleikt, gult og stundum grænt. Stundum bætast fleiri litir
1) Hér er átt við tilraunir Walters J. Kilner, sbr. bók bans »The
Human AtmoBphere (The Aura)«, London 1920. — H. N.