Morgunn - 01.12.1922, Side 91
MORGUNN
18&
með litla steina í lófa sínum og sagt við mig: »Það er
gott að halda á þessum steini, það er svo ljósrautt í
kringum hann*.
Hann segist sjá ljósrauða geisla liggja eins og glit-
blæju yfir rennandi lækjum og lindum, en hverfa af vatn-
inu, þegar það er tekið í ílát. Eins er, þegar blómið er
slitið upp eða steinninn brotinn í sundur. Og hann sér
þá ljóma við sjóndeildarhringinn yfir hverri fjallsbrún.
Aðeins tvisvar hefi eg orðið vör við aðra skygnigáfu
hjá honum. í fyrra skiftið var hann ekki neraa fimm
ára gamall. Hann hafði verið einn frammi við og kom
inn til mín. Eg sá, að hann var í talsverðri geðshræring.
»Eg sá mann, mamma«, sagði hann.
Eg sagði honum eins og var, að enginn annar en
hann hefði verið frammi i bænum.
»¥ei, eg veit þaða, sagði hann. »Það var nú engiun
maður. Hann leið fram hjá mér í hvítum fötum og brosti
til mín<.
»Yar hann líkur nokkrum, sem þú hefir séð?« spurði
eg-
»Já, hann var líkur myndinni þinni«. Og hann
nefndi mynd af mjög nákomnum ættingja mínum, sem
þá var látinn ekki löngu áður.
Svo var það seint á næstliðnum vetri. Það var kvöld
og ljós logaði á lampa, svo að bjart var í allri baðstof-
unni. Þá segir hann snögglega, eins og honum yrði dá-
lítið hverft við:
»Það er bleikur kross hjá rúminu þínu, mamma«.
Eldri börnin mín fóru að tala um, að þetta vissi lík-
iega á mannsiát. Mér kom til hugar, að þetta kynni að
vera feigðarboði einhvers i baðstofunni, en vildi ekki
vekja neinn óþarfa ótta hjá börnunum, og þess vegna
féll talið niður. En eg mundi vel, hvaða dag þetta var.
Viku siðar fékk eg bréf. Þar var mér tilkynt lát
ættingja míns, sem hafði dáið þenna sama dag. Þá fór
eg að spyrja drenginn minn um sýnina. Hann sagðist