Morgunn - 01.12.1922, Side 95
MORGUNN
189
Eg veit ekki, hvað lengi eg sat svona; eg var kölluð
til baka til dagvitundarinnar við það, að einhver kom
inn í eldhúsið, og mér þóttu umskiftin slæm. Eftir þetta
sat eg um að geta verið ein i næði; reyndi eg þá að
framkalla þetta ástand aftur, með því að fylgja sama
hugsanagangi og í fyrsta sinni; náði eg því stundum, en
stundum ekki
Draumalif mitt á þessu tímabili var einnig næsta
einkennilegt. Eg hefi séð því haldið fram í bókum, sem
skrifaðar hafa verið af mönnum, er fengist hafa við að
rannsaka draumalífið, en sem hafa ekki viljað kannast
við, að neinn raunveruleiki gæti falist í draumum, að i
draumunum kæmi aldrei fram annað en skynjunarmynd-
ir mannsins frá vökuvitund hans. Þessar myndir vöku-
vitundarinnar gætu blandast alla vega saman, og í draumn-
um sýndu þær sig í allskonar samböndum, sem þær hefðu
aldrei verið i og gætu jafnvel ekki verið í í vökuheimin-
■um; efniviðurinn í draumunum væri sem sagt æfinlega
tekinn frá vökuskynjan mannsins, þó að það væru auð-
vitað stundum gleymdar myndir, sem lægju faldar í und-
irvitund hans. Nú var eg alin upp á sveitaheimili, þar
sem var torfbær, og eg sá engin hús bygð úr öðru en
torfi, nema tvær eða þrjár kirkjur og timburhúsið á Grund
í Eyjafirði, tilsýndar, þangað til eg kom 10 ára gömul til
Akureyrar í fyrsta skifti. En eftir því sem eg kemst
næst, þá var það á árunum frá 7—9 ára, sem mér er
draumalíf mitt minnisstæðast. Og þá lifði eg nótt eftir
nótt í hinum dýrðlegustu sölum, sem onga fyrirmynd áttu
sér frá vökuskynjan minni. Oft var eg þar innan um
skrautbáiö fólk, som venjulegast var hvítklætt, en Bjaldn-
ast þekti eg nokkuð af því; eg hafði þá áreiðanlega al-
drei séð nokkra manneskju hvítklædda. Aldrei sagði eg
neinum frá þessum draumum, en eg hlakkaði altaf til
kvöldsins, til þess að komast inn í þessa dýrðarheima og
einu sinni mintist eg eitthvað á þessa tilhlökkun við eina
konu á heimilinu, Hún rak upp stór augu, en sagði mór