Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 99
MORÖUNN
193
í stað eygt nokkurn ljósdepil í tilverunni. Eg ætla ekki
að reyna að lýsa sorg minni; þið ykkar, sem hafið mist
elskaðan ástvin og staðið uppi algerlega vonlaus, skiljið
mig án þeBs; aðra vantar skilyrðin til þess. En það get
eg Bagt ykkur, að hefði eg ekki kynst guðspeki og spíri-
tisma, stæði eg ekki hér í kvöld og talaði svona róleg
um þetta við ykkur. Sama veturinn, sem vinkona mín
dó, var fyrst byrjað að tala um spiritistísku tilraunirnar
hér í Reykjavík. Eg hlustaði með athygli, en ekki hafði
eg tækifæri til að kynnast neinu slíku, ekki einu sinni
af bókum, fyr en nokkrum árum síðar. En þessi umtöl-
uðu 7 ár eftir dauða vinkonu minnar leitaði eg stöðugt
að því, sem gæti verið mér Rönnun fyrir framhaldslífinu
og fyrir réttvísri stjórn algóðs guðs, sem setti mann í
þessar hörmungar hér á jarðriki. Um sama leyti og eg
kyntist spíritismanum, kyntist eg einnig guðspekinni og
las hvorttveggja jöfnum höndum, Eg óskaði innilega, að
það, sem eg las um í þessum bókum, væri satt, og mér
datt ekki í hug að neita því, að það gæti verið, en eg
trúði þvl alls ekki. Eg fór að þrá aftur það andlega sam-
band, sem eg nafði haft í bernsku, og var ná ekki eins
viss um það og áður, að það væri eintóm heimska, en
hvernig sem eg reyndi, gat eg ekki náð því aftur. En
þá var það, einmitt 7 árum eftir dauða vinkonu minnar,
að eg sat kvöld eitt ein í herbergi mínu, og var þá eins
og múrarnir hryndu skyndilega niðui'. Það kom ekkert
sérstakt fyrir mig, en eg fann alt í einu aftur hoildarlífið,
fann mig hvíla í faðmi altilverunnar, ásamt öllum öðrum
sálum, fann að eg lifði og þær lifðu og að við áttum að
lifa um alla eilífð. Þessi sanuleikur hefir siðan verið
grunnmúraður í meðvitund minni. ISIú á þroskaárunum
getur ekkert framar haggað honum. Mér finst ekki leng-
ur, að dauðinn hafi aðskilið mig og vinkonu mína, ekki
einu sinni í þessu lífi, nema að nokkru leyti. Og nú
skal eg héðan af halda mig betur að föBtum frásögnum.
13