Morgunn - 01.12.1922, Page 100
194
MOEÖUNN
Reimleika-fyrirbrigði.
Þegar eg var á fermingaraldri, dvaldiat eg vetrar-
part í kaupstað einum hér á landi. Eg svaf hjá vinnu-
konu i húsinu, sem eg hélt til í. Eina nótt glaðvaknaði
eg við það, að barin eru bylmingahögg upp í gólflð á
herberginu, sem við sváfum i; mér fanst í svefnrofunum,
að bæði rúmið og stóll, sem stóð á gólfinu, leika á reiði-
skjálfi. Mér varð ákaflega ilt við, reif í stúlkuna, sem
svaf hjá mér, og spurði hana, hver ósköp þetta væru,
sem á gengju. Hún var glaðvakandi, en hin rólegasta,
og hélt, að þetta væri nú vanalegt hérna; meira vildi hún
ekki segja í það sinn. Svarið gerði mig forvitna, svo að
eg fór að spyrja mig fyrir, og frétti þá, að reimt ætti að
vera í þessu húsi. Sérstaklega var það unglingsstúlka á
heimilinu, sem ýmislegt sagði mér. Hún var stundum ein
heima á kvöldin með tvö ung börn hjónanna. Heyrði
hún þá oft mesta gauragang viðsvegar í húsinu, þótt þar
væru engir menn nálægir. Einkum heyrði hún glamrað
i bollum og diskum i búri og eldhúai, og það svo, að hún
hélt atundum, að alt hlyti að vera brotið þar og bramlað,
en æfinlega var alt heilt og með kyrrum kjörum, þegar
inn var komið.
Næsta vor svaf eg um tíma ein í herbergi í þessu
sama húsi; þóttist eg gera vel að þora það, en ekki var
nú kjarkurinn meiri en það, að eg hafði kött hjá mér,
til þess að vera þó ekki alein.
Ekki var það þó nema í eitt skifti, sem eg varð
nokkurs vör. Eg hafði það kvöld háttað seinust allra í
húsinu, svo að eg vissi, að enginn var á fótum. Nóttin
var albjört, og eg lá og las um stund eftir að eg háttaði.
Herbergið, sem eg svaf í, var uppi á lofti; enginn maður
svaf niðri í húsinu. Þegar eg hafði lesið dálitla stund,
heyri eg alt i einu gengið upp stigann, upp á loftið.
Fótatakið var afarþungt og greinilegt, líkast því sem
gengið væri á frosnum íslenzkum rosabullum og dregnir
fæturnir á eftir sér. Aldrei heyrði eg gengið ofan stigann