Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 101
MOR&UNN
195
aftur, en svo lengi heyrðist mér vera gengið upp stigann,
að hægt hefði verið að ganga hann upp og ofan þrisvar
til fjórum sinnum á þeim tíma. Kötturinu, sem hafði
legið í rúminu hjá mér, vaknaði nú skyndilega; hann
fór að sperra eyrun; svo stökk hann ofan úr rúminu,
setti kryppu upp úr bakinu og urraði i áttina tii dyranna.
Þetta sannfærði mig um, að kötturinn hefði lika orðið ein-
hvers var. Ekki vil eg segja neitt um, af hverju þessir reim-
leikar hafa stafað, þó að eg heyrði þá setta í samband við
mann, sem hafði fyrirfarið sér. Hús þetta brann seinna, og í
húsinu, sem reist var á rústum þess, hefir aldrei borið á
neinu dularfullu.
Griffilshvarfið.
Eg hefi í mörg sumur verið rjómabústýra. Eitt haust
var eg við rjómabúsreikninga á prestsetri einu uppi í
sveit hér á landi. Presturinn reiknaði með mér. Um það
leyti var mikið talað um spiritistisku fyrirbrigðin, sem
gerðust hjá Indriða Indriðasyni. Prestur var spíritisman-
um mjög mótfallinn, en hafði þó mjög gaman að sögum
um ýms dularfull fyrirbrigði, svipi, drauma og þ. h. og
kunni sjálfur mikið af slíkum sögum. Eg hefi altaf ver-
ið hneigð fyrir þessi efni, og snerist þvi tal okkar venju-
lega að einhverju slíku, einkum i rökkrunum á kvöldin.
Eg reiknaði með griffli á spjald. Þegar eg hætti að reikna,
var eg vön að leggja griffilinn í skoru á brikinni á legu-
bekknum, sem eg sat í; var hann þar í sjálfheldu og gat
ekki oltið burtu. Eitt kvöld í rökkrinu hafði eg, sem
oftar, lagt griffilinn þarna, þegar við sáum ekki lengur
til að reikna. Eg hreyfði mig ekkert burtu úr legu-
bekknum, heldur sat kyr og talaði við prestshjónin um
ósýnilega heiminn. Ekki voru fleiri en við þrjú inni í
stofunni. Segir þá eitthvert okkar: »Graman væri nú að
vita, hvort nokkrir eru hér nálægir, sem heyra til okkar*.
Rétt á eftir var kveikt ijós og talinu slitið. En þegar eg
ætlaði að fara að reikna aftur, var griffillinn horfinn.
Var hans leitað með dunum og dynkjum, legubekkurinn
13*