Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 102
196
MORGUNN
dreginn Iram og rannsakaður nákvæmlega, en alt kom
fyrir ekki. Bæði af því að hvarfið þótti einkeunilegt, og
af því að annar griffill var ekki til á heimilinu, vildum
við ekki gefaet upp við svo búið; en hvernig sem leitað
var, fanat ekki grifflílinn. Eg svaf í litlu herbergi innar
af Btofunni. En þegar eg kom á fætur næsta morgun og
fram í etofuna, þá er það hið fyrsta, sem eg tek eftir,
að griffillinn liggur í miðjum legubekknum. Ekkert var
farið að ganga um stofuna þennan morgun, svo að mér
þótti þetta afareinkennilegt fyrirbrigði. Eg snerti ekki
griffilinn, en fór og sótti prestinn; sagði honum auðvit-
að, að hann réði því sjálfur, hvort hann tryði því, að eg
hefði engan þátt átt í hvarfi og afturkomu griffilsins.
Þykist eg þess reyndar fullvís, að hann hafi ekki tortrygt
mig. Honum varð að orði eitthvað i þá átt, hvort ein-
hverjir ósýnilegir heyrnarvottar að samræðu okkar kvöld-
inu áður mundu ekki með þessu hafa verið að láta okk-
ur vita um návist sína.
Annars varð fleirí fyrirbrigða vart á prestsetrinu
þetta haust. Eg svaf ein niðri í húsinu, en alt hitt fólk-
ið uppi á lofti. Þegar háttað var á kvöldin, kom það
oft fyrir, að bæði það og eg heyrðum umgang i húsinu
niðri, meat í stofunni, sem við sátum í á daginn, og í
eldhúsinu; það voru opnaðar hurðir, dregnir til stólar o.
b. frv. Stundum fór eitthvað af fólkinu á fætur, til þess
að rannsaka þetta, en fann auðvitað aldrei neitt. Sjálf
heyrði eg oft fótatak frammi í atofunni og fanst jafnvel
komið inn að herbergisdyrum mínum. Nú var eg þó orð-
in svo viti borin, að eg óttaðist slíkt okki lengur, allra
sízt þar sem mér fanst ekkert ilt standa í sambandi við
það.
Samdreymi.
Nokkrum sinnum hefi eg orðið þess vör, að mig og
einhverja aðra manneskju hefir dreymt sama drauminn
sömu nóttina. Ekki hafa það venjulega verið neitt merki-
legir draumar, en mér finst þeir benda til þeBS, að sál-