Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 107
M. 0 R G U N N
201
mum, að nii væri sér orðið sama um, hvað gert væri við
skipin og annað dót sitt.
Einn kunningi minn, sem eg átti oft tal við um dular-
full fyrirbrigði, sagði mér frá því þennan vetur, að skygn
kona hefði sagt sér, að það fylgdi honum einhver gamall
maður, sem mundi vera einskonar verndarandi hans. Nótt-
ina eftir þykir mér skrifstjórnandi minn koma til mín og
spyrja mig, hvort eg vilji sjá, hver það sé, sem aðallega
8é með þessum kunningja mínum og só að reyna til að
vekja áhuga hans á andlegum málum. Eg játa þvf; fer
hann þá með mig út að glugga í stofuuni, sem eg svaf í,
og segir mér að líta út. í raun og veru sést ekki hús
það, sem kunningi minn bjó í, úr þessum glugga, en nú
sá eg þangað vel, og meira að segja eins vel inn í stof-
ur þeirra hjóna, eins og væri eg stödd þar inni. Eg sé,
að á gólíinu stendur unglingsstúlka; hún hafði ákaflega
ljóst hár og var svo Ijós yfirlitum, að mér fanst næstum
því, að það legði geisla af andliti hennar. Hún var ein-
hvernveginn mjög einkennilega klædd, en fötin voru líka
mjög ljós. Þó að eg gæti ekki greint hvern drátt í and-
liti konunnar, mótaðist þó heildarmyndin fast í huga
minn.
Draumurinn var ekki lengri. Eg sagði manninum,
sem draumurinn átti við, frá honum. Segir hann mér þá,
að lýsingin á konunni eigi við systur sína eina, sem hafl
dáið 19 ára gömul. Bætir hann þá við, að sjálfur hafi
hann æfinlega álitið, að ef nokkur af ættingjum sinum,
sem dánir væru, væru með sór, þá myndi það vera þessi
8ystir sín. Ekki hafði eg haft nokkra hugmynd um það,
að maður þessi hefði mist systur sína, því síður hefði eg
getað giskað á útlit hennar. Nokkru síðar kom eg í fyrsta
skifti heim til þessa kunningja míns. Strax þegar eg kom
inn í stofuna, varð mér litið á mynd af ungri konu. Eg
hafði reyndar aldrei séð hana áður, en um leið og eg leit
á myndina, var mér það ijóst, að þarna var komin kon-
an, eem mig hafði dreymt. Stóð það líka heima, að þetta