Morgunn - 01.12.1922, Page 117
MORGTJNN
211
orðið þeim til frægðar, sem það gerðu. Menn hafa öðru-
hvoru verið að brenna sig á því síðan. Menn geta brent
sig á því enn. »Þú veizt ei, hvern þú híttir þar, heldur
en þessir 6yðingar«, segir Hallgrímur Pétursson.
En þó að þessar málsbætur séu veikar, virðist oss
ekki ólíklegt, að dr. M.-L. hefði snúist annan veg við
þessu máli, ef spíritisminn í Danmörk hefði tekið aðra
stefnu en raun hefir á orðið. Vér ráðum það af því, að
þrátt fyrir þá glapstigu, sem hugur hans hefir komist út
á um afskifti myrkraliöfðingjans af málinu, hefir hann í
öðru veifinu tilhneiging til þess að sýna spíritismanum
og spíritistum sanngirni. Hann kannast afdráttarlaust við
veruleik fyrirbrigðanna. Hann kannast við það, að spíri-
tisminn standi í raun og veru mjög vel að vígi hjá mann-
kyninu, og að það sé fásinna að hugsa sér, að hlaupið
sé að því að kveða hann niður. Og hann kannast við
það, að spíritisminn hafi veitt mikilsverða þekking á sál-
arlífi mannanna, sem ekki hafi fengist með öðrum hætti,
og þá þekking vill hann ekki láta renna út í sandinn.
Að ýmsu leyti talar hann af margfalt meiri skynsemd en
þeir danskir stéttarbræður hans, sem áður hefir verið
minst á í Morgni, þó að sumt, sem hann segir, sé í vor-
um augum hrein og bein lokleysa, sem ótal sinnurn hefir
verið svarað, þar á meðal ýmsu af því í Morgni.
Vér skiljum það vel, að danskur spíritismi hafi fælt
hann. í vorum augum eru margar staðhæfingar, sem
staðið hafa í blöðum og bókum danskra spíritista alt ann-
að en aðlaðandi. Og vér getum ekki neitað þvi, að oss
virðist málið hafa komist inn á nokkuð viðsjárverða
braut í Danmörk. Spiritisminn hefir orðið þar að sórstök-
um trúarbrögðum, sem sérstakur trúarflokkur skipar sér
utan um. Vér skulum engan dóm á það leggja, hvort
það hefir verið óhjákvæmilegt, eins og til hagar þar í
landi. Það má vel vera, að svo þröngt sé í danskri
kirkju og andrúmsloftið þar svo þungt, að þróttmiklar,
nýjar, andlegar hreyfingar geti ekki þrifist þar fyrir ó-
14*