Morgunn - 01.12.1922, Side 119
MOEÖUNN
213
og leitin eftir nýjum sannleik fer að verða sleitulegri eða
alls engin. Auk þess er það engum vafa bundið, að
sannleikurinn á margfalt örðugra með að ná til annara
manna, þegar hann á að sækja út úr slíku þrönghýsi.
Það er þetta, sem hér að framan er sagt, sem vakað
hefir fyrir þeim mönnum, er öðrum fremur hafa bundist
fyrir sálarrannsóknunum hór á landi og sannfærst um að
samband við annan heim sé fáanlegt með tilraunum, en
hafa verið því mótfallnir, að nokkur maður hefði átyllu
til að ætla, að stofnað væri til nokkurs sértrúarflokks
utan um það mál. Enn hefir tekist að halda málinu í
því horfi hér á landi. Vér vonum, að það takist eftir-
leiðis. Vér vonura það einkum vegna þess, að yfirleitt
er íslenzk kirkja frjálslynd kirkja. Vér efumst um, að
það sama verði með réttu sagt um systur hennar i Dan-
mörku.
En hvað sem nú um það er, og hvort sem dönskum
spíritistum hefði í raun og veru getað orðið vært í dönsku
kirkjunni með sannfæring sína eða ekki, hvort sem þeim
hefði verið kleift eða ókleift að láta sannleika sinn verða
þar að súrdeigi til mikillar bleBsunar, ef þeir hefðu leitað
lags og freistað þess af alhug, þá hafa þeir komist með
mál sitt út á sértrúarflokks-brautina. Það hefir reynst
miklum annmörkum bundið fyrir sjálfa þá og málstað
þeirra. Og það hefir meðal annars orðið til þess að stað-
festa djúpið milli þeirra og kirkjunnar manna. Hvoru-
tveggju málsaðilum hefir það orðið til tjóns. Einn vott-
inn um það hyggjum vór bók dr. M.-L. vera.
Merkasta atriðið í bók dr. M.-L. er hin afdráttar-
lau8a viðurkenning hans á fyrirbrigðum þeim, sem kend
eru við spíritismann. Hann minnist á allan þorra þeirra,
og kemst að þeirri niðurstöðu, að svika-tilgáta Lehmanns
prófessors og hans líka nái engri átt sem skýring á öll-