Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 121
MORÖUNN
215
komu, voru mjög tilkomumikil. Auk þess sem þetta þunga
borð lyftist upp, fluttust til þungir hlutir, án þess að
nokkur maður ætti þátt í þeim flutningum. Sérstaklega
var eitt af þessum flutninga-fyrirbrigðum kynlegt. Á
Bkrifborði í berberginu var bréfapressa úr hraungrýti og
við hana var fest stykki af íslenzku silfurbergi, svo að
hluturinn var tiltölulega þungur. Hann var tekin upp af
ósýnilegu afli og lagður fram á gólfið. Eg tók hann upp,
lét hann á sinn stað, og bað um, að þetta væri gert aftur.
Það var gert eftir fáeinar mínútur . . . en þegar eg tók
bréfapressuna upp, var hún viðkomu líkust ismola og þak-
in stórum daggardropum, svo að eg varð rennblautur á
hendinni. Hún gekk milli manna, og allir sáu þetta og
fundu. Síðar var gerð fyrirspurn um þennan kynlega
atburð, og þá kom sú skýring í ósjálfráðri skrift miðilsins,
að bleytan stafaði af köldu útstreymi frá okkur í sambandi
við gufu í andrúmsloftinu . . .
»Nú voru okkur gefin merki um, að við ættum að
gera alveg dimt í herberginu og bíða nýrra fyrirbrigða.
Þau komu líka einu augnabliki slðar — hin kynlegustu
ljósfyrirbrigði. Eg sá þau greinilega, og allir aðrir, að
undanteknum einum rosknum manni, sem hafði daufa
sjón. Við vorum þá orðnir 18, fundarmennirnir.
»Mér og nær því öllum öðrum viðstöddum virtist
herbergið fult af hvitum gufustrókum. Ýmist breiddu
þeir úr sér eða drógust saman, þyrluðust fram og aftur
og urðu að þokumyndum, sem líktust mönnum og liðu
fram og aftur innan um okkur. Lýsandi stjörnurnar, sem
eg hefi áður skýrt frá,1 komu, og voru nú bja.rtar eins
og eldslogi, og sömuleiðis nokkurar lýaandi myndir, gul-
leitar, eins og fægð messing, og voru líkastar spjótablöðum
í laginu. Alt í einu birtist litið, eggmyndað, lýsandi ský
fyrir framan mig, einn meter frá gólfinu, og inni í því lá
litil, gullfalleg dömuhönd, og var alveg lifandi áBýndum.
‘) í fr&sögninni um fyrsta fundinn, sem hér er slept.