Morgunn - 01.12.1922, Side 129
MORGUNN
228
Btærð, en ekki leið nema örstutt augnablik, þar til fór að
rigna niður blóði fram að dyrunum. Samt var auð gata,
sem eg sá, að eg gat farið eftir. En þá duttu mór börnin
í hug úti, að þau mundu koma inn og ata sig í þessu og
það mættu þau ekki, og tek eg tusku og ætla að þurka
þetta upp. Þá segir konan við mig: »Vertu ekki að
þessari vitleysu*. En ef eg leit nokkuð af þeBSU, óx það
því meir, og var það farið að dragast saman í smápolla.
Eg þurka þá með dulunni ofan í það og segi: »Ef það
er blóð, þá er það hált«. Þá fann eg, að það klestist við
duluna og var eins og blóð viðkomu. Þá kiptist eg við,
þó að eg hefði áður til engrar hræðslu fundið. En hræðsl-
an hvarf skjótt, og eg fór að skoða blóðið, sem toldi i
tuskunni. Það var mjög dökt og farið að iða, likast því
sem er, þegar maðkur er að lifna i fiski. Þá kastaði eg tusk-
unni á gólfið. En nú brá svo undarlega við, að alt blóðið,
sem á gólflnu var, var eins og sett á logheita stó, og tók að
rjúka úr hverjum dropa. Þessi reykur sameinast svo í
einn gufustrók, sem líktist toppmynduðu tjaldi að lögun
og grábláu að lit. En við það hvarf alt blóðið og sýnd-
ist gólfið hreint. Eg horfi þá á þennan reyk, og færist
hann þá að rúminu húsbóndans og staðnæmist þar. Kon-
an kallar þá til mín og spyr mig, að hverju eg só að
gæta, og varð mér þá að líta til hennar. Hvarf mér þá
reykurinn, en í staðinn er kominn eins og svartur ský-
flóki, rétt aftan við rúmið, og færðist hann fram með rúm-
stokknum í lausu lofti. í þessu dökka skýi sá eg ýmsar
myndir, gráleitar að lit. í miðjum hópnum var manns-
mynd. Eg 8á bak og hlið á þossura raanni, stærðin var
á að gízka á við dálítinn dúkkustrák; hann var í jakka-
fötum dökkum, með svartan flókahatt, er slútti fram á
ennið; fæturnir virtust grónir saman um ristarnar; bog-
inn var hann í hnjáliðunum. Svart, hrokkið hár hafði
hann, er hrökk upp að hattbarðinu, en ekkert skegg sá eg
á honum. Hann var með uppspentan boga og stóð örin
lítið eitt fram af boganum, og virtust mér hendurnar eins