Morgunn - 01.12.1922, Page 131
MORGUNN
225
ofan á það mitt, og svo hvarf mér þetta. En í því fanst
mér eins og eitthvað strjúkast við hægri vangann á mér, lik-
ast því sem flauel kæmi við kinnina, og leit eg þvi við til
að vita, hvað þetta væri. Þetta er þá skuggi á stærð við
stórt egg, en það stækkar brátt og færist dálítið fjær mér.
Þá sá eg í þvi svo blíð og falleg barnsaugu, er mér fanst
eg kannast við, og kenna svo til með; og eftir því sem
eg horfði lengur á þetta, lýsist það að lit og verður eins
og ljósbrúnt, og augun svo blíð og biðjandi í röðinni á
þessu. En eg þreyttist að horfa á það og sagði með
sjálfri mér: »Æ, farðu«, og þá fór þetta, líðandi með hægð
í loftinu, og augun svo aumingjaleg og döpur, og hvarf.
En í því er gufan eða reykurinn kominn í rák, þvert
yfir baðstofuna, frá austri til vesturs, og á henni situr
fugl, ekki ólikur hegra, grár að lit. Svo sýndist mér
hann altaf ljókka að útliti, og voru á honum voða stórar
klær, og eftir því sem hann sat lengur, gengu klærnar
lengra niður í gufuna, og gufan smáhvarf upp í hann,
eins og hann drægi hana að neðan. Svipurinn og augun
voru voða ljót og illileg. Mig langaði út af lífinu að ná
þessu ljóta dýri af gufunni, og var í þann veginn að rétta
út höndina til þess að taka um hálsinn á því, en um
leið flaug mér i hug, að það hefði enga þýðingu, því að
það lék i lausu lofti. Svo smáhvarf þetta i einn svart-
an lítinn skugga, sem hvarf mér seinast sjónum á bak
við rúmgafl húsbóndans. Þá kallar konan: »Hvað sérðu
nú?« 0g eg svaraði: »Það er nú lítið«. En nú varð
eg óánægð við sjálfa mig, út af því að hafa ekki neitt
gert nema horfa á þetta, og enn vœri nú ef til vill blett-
ur á gólfinu, sem eftir væri og eg hefði ekki gætt að;
og eg leit yfir gólfið. Þá sé eg blett rétt við tána á mér,
og varð mér hálf bilt við, en um leið og eg leit á það,
fór að rjúka úr því, fyrst lltið, en smáeykst og verður
að stórum gufumekki, sem færist að sama stað að rúm-
inu — fast við fótagaflinn. Nú voru engir svartir skugg-
ar i þeasari gufu, og eg horfði um stund á það og leit
15