Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 140
234
MORGUNN
að allir reyndir rannsóknamenn hefðu hagað sér á
þá leið.
En það var nú eitthvað annað en að þetta ráð væri
tekið. Fundirnir voru skipaðir að miklu leyti mönnum,
8em hafa lýat yfir þvi, að þeir séu andvígir spíritisman-
um og vísindamönnum, sem hafa ekki fengist við sálar-
rannsóknir (»for en stor del erklærede antispiritister og
videnskabsmænd utenfor de psykiske forskeres kreds*).
Þessir menn héldu fimm fundi með miðlinum. Á fjór-
um þessara funda (1., 2., 3. og 5.) sást eitthvert hvítt
efni hjá miðlinum. En á fimta fundinum kom það fyrir,
sem olli því að fundarmenn iýstu yfir því, sem sinni sann-
færing, að svik hefðu verið i frammi höfð og sendu mið-
ilinn heim. Ekkert var um það fullyrt, hvort svikin
væru framin af ásettu ráði, eða að miðlinum óafvitandi.
En sumir fundarmenn að minsta kosti töldu miklu lik-
legra, að miðillinn hefði ekki um svikin vitað.
Ákæran um svikin var á því reist, að sauragnir voru
í fundarlok framan á búningnum, sem miðillinn liafði
verið klæddur i. Fundarmenn gerðu sór þá grein fyrir
þessu, að hvíta efnið, sem þeira hafði verið sýnt, hefði
miðillinn sótt upp í endaþarminn. Þeir höfðu á undan
fundinum athugað endaþarminn neðst og ekki séð þar
neiit grunsamlegt. Þá höfðu þeir viljað gera rannsókn á
endaþarminum uppeftir, en miðillinn kveinkaði sér við þvi,
og ekki hafði úr því orðið. Tilgáta þeirra var sú, að mið-
illinn hefði komist úr annari erminni á búningi þeim, sem
þeir höðu klætt hann i, komist með hendinni innanundir
búningnum inn f endaþarminn, dregið þaðan út druBlu,
er hanu hefði sýnt þeim sem teleplasma, og því næst
rent þessari druslu niður. Sauragnirnar voru eina svika-
sönnunin.
Grunewald verkfræðingur mótmælti þegar þessum úr-
slitum hjá rannsóknarmönnunum. Næstu dagana eftir
að þessum tilraunum var slitið, skrifaði hann Einari
Níelsen 3 bréf, hvert öðru vingjarnlegra. Hann vissi.