Morgunn - 01.12.1922, Qupperneq 146
240
MO RGUNN
sAkurinn er Btór, og ekki er unt að komast yfir hann,
eins og á að gera, nema öllum tímanum sé til yerksins
varið. Og það get eg ekki gert, nema eg fari frá Orford.
»Eg þarf naumast að taka það fram, hvað þetta skift-
ir miklu máli fyrir mig. Síðan er eg kom hingað, fyrir
tuttugu og tveimur árum, hefir ekki orðið fyrir mér ann-
að en góðvild; og síðan er almenningi varð kunnugt um
skoðanir minar á sálrænum málum, hefir drenglyndi
manna hér verið svo mikið, að það mun verða samteng-
ingarband mifii okkar alla mína æfi«.
Um fyrirætlanir sinar tók Owen prestur það fram,
að hann byggist við að byrja á fyrirlestrum sínum í New
York í næstkomandi janúarmánuði, og að líkindum koma
aftur til Englands að haustinu, og taka þá til starfa á
ættjörð sinni. Síðustu þrjú árin hafa Bandaríkjamenn lát-
laust staðið á honum um að koma.
í viðtali 8ínu við þennan blaðamann lét Owen prest-
ur þe88 getið, að þau enBk blöð, sem ætluð væru öllu
landinu, væru alveg furðanlega sólgin í að ná í fréttir af
spíriti8manum, og taldi það víst, að í því efni hefðu þau
orðið fyrir innblæstri frá Northcliffe lávarði.
Blaðið lætur þess getið, að kirkjan í Orford — sem
Owen preBtur hefir sjálfur reist — sé nú orðið heimsfræg,
vegna þess, að hann hefir þar verið, og vegna þess, að
hann hefir veitt viðtöku skeytunum úr öðrum heimi í
skrúðhúsi kirkjunnar. Hann hefir gert það hempuklæddur,
eins og áður hefir verið tekið fram í Morqni.
Hann er talinn ræðumaður með afbrigðum. í sumar
flutti harm erindi í einum af stæretu sölum Lundúnaborg-
ar fyrir afarmiklu fjölmenni, talaði þar um reynslu sina
af sambandinu, meðal annars um það gagn, sem sér væri
kunnugt um, að framliðnir menn gætu stundum haft af
sambandinu við jarðarbúa. Honum var tekið með alveg
óvenjulegum fagnaðarlátum.
Þó að hann sé einkar frjálslyndur í trúarefnum, er
hann mjög ákveðinn kirkiumaður. Hann er einn þeirra
enakra presta, sem sérstaklega bera það fyrir brjósti og
hafa trú á því, að opinberun nútímans geti orðið kirk-
junni til ómetanlegrar blessunar.