Morgunn - 01.12.1929, Side 6
132
MORGUNN
heim til hans. Sögðust þeir þá skyldu vera viðstaddir og
athuga hvort nokkur ókunnugur kæmi.
Á næsta fundi á eftir sögðu þeir, að pilturinn hefði kom-
ið inn í skrifstofu síra Drayton Thomas, og að þeir hefðu
fengið hjá honum ýmsar upplýsingar. Fóru þeir síðan að
segja frá ýmsum nánari einkennum, og komu þau heim við
það, sem hann hafði fengið að vita í bréfinu frá föður pilts-
ins. Síðan bættu þeir við nákvæmri lýsingu á útliti hans,
og nokkuð mörgum sannana-atriðum. ítarlegri vitneskja
kom á næstu fundum á eftir.
Sendi síra Drayton Thomas svo föður piltsins fyrst lýs-
inguna á útliti hans, er hann hafði fengið, og spurði, hvort
hann kannaðist við hana. Svarið var á þá Ieið, að faðir
piltsins sagði, að lýsingin á honum væri nákvæmari og
gleggri en hann sjálfur mundi hafa getað gefið. Fylgdi bréf-
inu ljósmynd, til þess að síra Drayton Thomas gæti sjálfur
sannfærst um, hve lýsingin væri óvenjulega nákvæm. Eftir
að hann fékk þetta svar, sendi hann skilaboðin, er hann
hafði fengið, og áttu að sanna, að pilturinn væri sá, er hann
segðist vera. í þeim voru atvik úr lífi hans heima fyrir,
sem reyndust vera alveg rétt.
Á þennan hátt var sannað, svo að ekki var unt að
efast um það, að atvik þessi áttu við þennan pilt, og vitn-
eskja kom ennfremur um það, að hann hefði fallið í upp-
þotinu, sem fyr var minst á.
Síra Drayton Thomas spyr nú, hvort hér sé um að
ræða annað en aðstoð þeirra, .sem komnir eru yfir um.
Hann segir, að auðvitað megi koma með þá tilgátu, að um
hlutvísi (psychometry) sé að ræða, þannig að hann haíi
fengið þessa vitneskju um piltinn með því að handleika
bréf föður hans, og þannig komist að því, sem hann hafi
vitað um piltinn. En við því er það að segja, að bréfið
var vélritað, svo að ef um hlutvísi hefir verið að ræða,
þá hefir hún bygst á undirskriftinni einni. En þegar um þess-
ar tvær skýringar er að ræða, finst síra Drayton Thomas
spiritistiska skýringin talsvert líklegri.