Morgunn - 01.12.1929, Page 8
134
MORG-UNN
leysa þetta vandasama erindi af hendi eins og bezt væri
hægt.
Með þó nokkrum örðugleikum gat síra Drayton Thomas
síðan haft upp á heimilisfangi ekkjunnar, og fór þá ásamt
konu sinni að heimsækja hana og kynnast henni, en hann
hafði aldrei heyrt hana nefnda áður. í viðtali sínu við hana
nefndi hann aldrei á nafn þær sérstöku ástæður, sem valdið
höfðu áhyggjum mannsins hennar í öðru lífi. Það var fyrst
mörgum vikum síðar, er hann hafði kynst þessari konu bet-
ur, að hún fór að segja honum sorgarsögu sína, og þá
nefnir hún eins og af hendingu, að einu sinni hafi hún
jafnvel verið að hugsa um það, hvort bezta úrlausnin væri
ekki »að hleypa út gasinu á sig og drenginn sinn«.
Það eru fleiri sögur ekki ólíkar þessari i bókinni, að
því Ieyti, að vitneskja hefir komið frá þeim, sem lifa í öðr-
um heimi, um hluti, sem síra Drayton Thomas hafði ekki
eða gat ekki haft hugmynd um. En þessar verða að nægja
nú tímans vegna, sem lítilsháttar sýnishorn af þeirri miklu
sannanamergð, sem í bókinni er.
Presturinn segist oft hafa mætt þeirri mótbáru, að þetta
samband, sem hann fái, sé ekki við aðra en vonda anda,
jafnvel við djöfulinn sjálfan, sem taki á sig gerfi þessara
ættingja hans (impersonation). Hann svarar þessu með því
að segja, að þá sé alveg eins hægt að segja, að frásagnir
þær, sem Nýja testamentið hafi að geyma, um að andar
hafi birst og þeir komið með skilaboð, séu samskonar
blekkingar.
Hinsvegar telur hann ekki neinn vafa á því, að skilaboð
þau, sem nú komi handan að, hafi yfirleitt leitt til góðs.
Hann segir að til sé fjöldi vitnisburða um það, að menn,
sem sannfærst hafi um framhaldslífið, hafi snúist frá efa til
trúar, og að öllu leyti hafi orðið breyting á hugarfari þeirra.
Hann segir einnig, að það sé einkennilegt, ef þau illu öfl,
sem eiga að vera að verki, láti sér mest um það hugað,
að beina hugum manna fremur að andlegri skilningi á lífinu,
Og fá þá til þess að ástunda réttlæti og góða breytni öðru
fremur. Enda segir hann, að í þessi ellefu ár, sem hann