Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 10
136
MORGUNN
hún talar írá eigin brjósti, en hún getur þó haft nokkurn'
veginn rétt eftir, þegar hún fer með annara orð.
Síra Drayton Thomas finst alt benda á, að enda þótt
Mrs. Leonard sjáist aðeins ein, þegar verið er á fundum
hjáhenni, séu minst tvær ósýnilegarpersónur viðstaddar, sem
sé Feda sem stjórnandi, og einhver annar, sem fær hana
til þess að bera skilaboð á milli. Þeir, sem vilja koma skila-
boðum í gegn, en það er í þessu tilfelli aðallega faðir hans
og systir, segjast þurfa að koma boðunum til Fedu sem hugs-
un. Verði hún síðan að orða hugsunina, og segja hana með
vörum miðilins. — Þó virðist stundum, eftir því sem fram
kemur í bókinni, eins og þau segi setningarnar, og Feda
beinlínis heyri þær sagðar og endurtaki þær.
Þegar þau eru ekki á fundi, gengur ágætlega fyrir þeim
að skiftast á hugsunum við Fedu, en þegar hún hefir tek-
ið stjórn á miðlinum, er það öllu örðugra. En auðvitað get-
ur hún ekki komið skilaboðum, nema með því að taka
stjórn á miðlinum, og telur faðir höfundarins aðalörðug-
leikann á miðilsástandinu vera þann, að þegar stjórnandinn
er utan við miðilinn, á hann auðvelt með að taka rétt við
hugsuninni, sem til hans er beint, en á þá ómögulegt
með að koma skilaboðunum lengra, en þegar stjórnandinn
er kominn í samband við miðilinn, er tiltölulega auðvelt
að koma skilaboðum, en hinsvegar erfitt að taka rétt við
hugsuninni.
Síra Drayton Thomas spurði föður sinn einu sinnir
hvers vegna hann reyndi þá ekki að segja Fedu það, sem
hann vildi láta hana segja, áður en hún færi í sambandið, úr
því þessir örðugleikar væru á því að koma því rétt í gegn
á þann hátt, sem þau geri það. Hann segist hafa reynt þaðr
en þá komi nýr örðugleiki fyrir Fedu, og segist hann einn-
ig sjálfur hafa orðið var við hann, þegar hann fór að taka
stjórn á miðlinum upp á eigin spýtur. Þessi nýi örðugleiki,
sem þá kemur til greina er það, sem hann kallar skifting
eða klofning minnisins. Hann segist nú geta munað alt, sem
fyrir hann hafi borið i jarðlífinu, enda þótt sumt af því
hafi verið geymt í undirvitund hans, en það sem þar er