Morgunn - 01.12.1929, Síða 11
M 0 RGUNN
137
geymt, er ekki altaf handbært, eins og kunnugt er. Þegar
hann svo tekur stjórn á miðlinum, er eins og hann komist
aftur svo mikið í sitt gamla jarðarástand, að vitund hans
skiftist þá í dagvitund og undirvitund, rétt eins og á jörð-
inni. Ýmislegt af því, sem hann ætlaði að segja, hverfur
þá í undirvitundina, og þaðan nær hann því ekki meðan
hann er í sambandinu.
Þessi skifting vitundarinnar háir Fedu á sama hátt, og
það er einhver mesti örðugleikinn, sem þeir eiga við að
stríða, sem vilja koma sönnunum og skilaboðum handan að.
Systir síra Drayton Thomas hafði eitt sinn sjálf stjórnina á
miðlinum, og kvaðst eiga að skila ýmsu frá nýdánum her-
manni, en hún mundi þá ekki nærri alt, sem hún ætlaði
að segja. Lét hún í ljós, hvað þetta væri undarlegt, hann
hefði sagt henni svo margt, sem hún ætti nú ómögulegt
með að muna alt, »en seinna«, sagði hún, »þegar eg er
ekki hér, þá veit eg, að eg man það alt saman«.
Þetta getur valdið því, að þeir, sem eiga að stjórna
miðlinum, gleyma ef til vill einmitt þvi, sem vinir þeirra á
jörðinni sizt hefðu haldið, að þeir gleymdu. Þeir geta jafn-
vel gleymt nafni sínu eða fæðingarstað. — Við ráðum nú
venjulega lítið við, hverju við gleymum og hvað við mun-
um, segir síra Drayton Thomas, og oft fer svo, að einn
hefir gleymt atviki, sem annar man greinilega, atviki, sem
báðir hafa orðið fyrir á sama hátt, og höfum við mörg dæmi
þess. Stundum eigum við lika ómögulegt með að koma fyrir
okkur einhverju nafni, sem við þó vitum vel, og mundum
þegar i stað kannast við, ef við heyrðum það nefnt. Við
munum ýmislegt í sambandi við það, en allar tilraunir til
að muna sjálft nafnið verða árangurslausar.
Stundum reyna þeir, sem ætla í samband, að hugsa sér
fyrirfram, hvað þeir ætla að segja og búa sig vel undir
það, til þess að gleyma því síður. Þessi varúðarráðstöfun
kemur samt ekki altaf að haldi, og ef til dæmis er lögð
fyrir þá óvænt spurning, getur alt farið út um þúfur, en
það, sem þeir eiga að svara, er alveg óvist að sé til taks.
Oft gengur þetta auðvitað betur, en þessir erfiðleikar geta