Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 13
MORGUNN
139
koma því í gegn, sem hann vill segja, og oft kemur það
fyrir, að faðir hans veit meira, en honum er mögulegt að
láta Fedu skilja, og þó að síra Drayton Thomas skilji, hvað
hann á við, getur hún alls ekki skilið það og komið með
það rétt. Þá getur það komið fyrir, að samtalið verði slitr-
ótt og eins og í molum, sem oft vill verða, en það er af
því, að sá, sem ætlar að koma einhverju í gegn, verður að
hætta við það, til þess að eyða ekki of miklum tíma og
erfiði, eða spilla sambandinu með árangurslausum tilraunuin.
En þetta getur einnig stafað af því, að margir eru viðstaddir
ihinum megin, sem reyna að ná athygli Fedu, og vilja kom-
ast að, en hugsanir þeirra geta þá ruglað hana.
Stundum segist Feda ekki heldur ráða við það, sem hún
ætlar að segja, og er þá eins og miðillinn tali af sjálfu
sér, þannig, að hún veit jafnvel ekki, hvað hann hefir sagt.
í fyrstu var þetta einn af aðalerfiðleikum hennar, en nú
hefir hún fengið töluverða æfingu í að stjórna miðlinum.
Svo virðist einnig, eins og ekki sé altaf hægt að láta mið-
ilinn segja það, sem menn vilja segja, og það þótt þeir,
sem stjórna, viti upp á hár, hvað þeir ætli að segja.
Eg hefi nú tekið fram aðalatriðið af því, sem sira Drayton
Thomas segir um miðlana. Það er auðséð af því, að það
vantar töluvert á, að sambandið sé svo trygt og gott sem
æskilegt væri. Er þó hér um að ræða þann miðil, sem
fengið hefir orð á sig fyrir að vera einhver bezti sannana-
miðill í heimi, svo hvers ér þá að vænta um hina? Að
minsta kosti hljóta menn að komast að raun um, að ekki
er unt að beita sömu rannsóknaraðferðunum við miðla, sem
eru þó altaf lifandi verar, og þeim aðferðum, sem beitt er,
þegar tilraunir eru gerðar með dauðar vélar og ólífræn efni.
En aðalástæða þeirra manna, sem ekki vilja viðurkenna
miðlafyrirbrigði, sem vísindalega sönnuð, — og þeir eru
margir til — skilst mér vera sú, að þeir halda því fram,
að ekki sé ávalt sami árangurinn af tilraunum með miðla,
þótt þær séu gerðar undir sömu skilyrðum. En aftur á móti
við allar, eða flestar, eðlisfræðis- og efnafræðistilraunir,
sem gerðar eru undir sömu skilyrðum, segja þeir að jafnan