Morgunn - 01.12.1929, Síða 15
MORGUNN
141
vert á því, er hann sá tré og blóm alt í kringum sig. Hann
minti fyrst, að hann hefði ætlað í eitthvert ferðalag, og
leit þá svo á, að hann væri nú kominn út í það. Meðan
hann var að velta þessu fyrir sér, kom til hans maður og
gaf sig mjög vingjarnlega á tal við hann, og fór að koma
honum í skilning um, hvað gerst hefði. Eftir að hann var
búinn að átta sig nokkuð og skoða sig um í hinum nýju
heimkynnum sínum, gat hann farið og skoðað heimili sitt
á jörðinni. Þegar hann sá, hvað ættingjar hans voru sorg-
bitnir út af burtför hans, vaknaði hjá honum löngunin til
þess að geta sannað þeim það, sem þeir í rauninni allir
trúðu, sem sé að hann væri lifandi í æðra heimi. En hon-
um tókst það fyrst fjórtán árum siðar, því að þá byrjaði
sonur hans, höfundur bókarinnar, sálarrannsóknir sínar.
Etta systir hans skýrði svo frá því, er hún íluttist yfir
um, að hún hefði fyrst rankað við sér á stað, sem henni
fanst hún kannast við. Henni komu í hug endurminningar
um, að hún hefði komið þar fyr, og auk þess kannaðist
hún við staðinn af lýsingu, sem faðir hennar hafði áður
gefið af honum. Hitti hún föður sinn þegar í stað, og urðu
eins og geta má nærri með þeim fagnaðarfundir. En síðar
komst hún að raun um, að hún hafði komið á þennan stað
í svefni, enda þótt ekki væri vottur af endurminningu um
það í dagvitund hennar.
Mörgum verður undrunarefni, hvað alt umhverfis þá
er eðlilegt, og er það mörgum mikill léttir að komast að
raun um, að þeir eru enn í heimi, þar sem alt er eins
áþreifanlegt og þeir áttu að venjast. Fyrir ýmsum er það
ekkert skemtileg tilhugsun, að eiga að yfirgefa það, sem
þeim finst áþreifanlegt, til þess að lifa áfram í einhverjum
heimi, þar sem ekki verður fest hönd á neinu, að því er
þeir ímynda sér. Reyndar efast margir um það fyrst í stað,
að umskiftin séu neitt nema draumur, og er oft erfitt að
koma þeim í skilning um, að svo er ekki, heldur sé það
bláber veruleiki.
Höfundur segir, að faðir sinn hafi fljótt reynt að koma
sér í skilning um, að hann hefði líkama — andlegan lík-